Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/55

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

23

til borgarinnar ; þar mátti heyra trómet, bumbur, pípur og hljóðfæri allskonar upp á spilað, og aðrar þesskonar raddir, hana, manna, fjenaðar, klukknanna, á hverjar spilaðir voru psálmar á fjögur hljóð á kvöldin eftir vaktklukkurnar. Ferjumaðurinn fylgdi mjer til kokksins, til hvers eg hafði brjefið úr borginni Harits; Daníel fylgdi með, og bað mig að árna sjer herbergis ásamt mjer hjá þessum hjónum. Vjer fundum fyrst húsfrú steikarans, og fylgdi hún mjer strax til hans, hver eð svaf á einum stól sitjandi, en svo var um búið að steikarahjólin sjálf vendu umkring steikunum. Hún vekur hann af svefni, en ei gegndi hann mjer að nokkru, fyr en hann fjekk sinnar systur Bersabe brjef lesið; strax tók hann mjer í hönd, og bauð mjer sess hjá sjer, herbergi og kost á meðan eg þar dvöl hefði.

Þessi maður var mjög aldraður, en hans húsfreyja ung. Börn áttu þau engin sín á milli utan eina stúlku, sú eð var 7 ára að aldri og í besta máta vanin, tamin og tilsett. Þetta var hennar daglegt háttalag: nær hún hafði af sinni hvílu útgengið lauk hún upp stofuhurðinni og fjell á sín knje á þröskuldinum og bauð sínum foreldrum góðan dag og öllum þar inni, óskandi því húsi og þeim Guðs verndunar og varðveislu; síðan setti hún sig til fyrir speglinum; þar eftir setti hún sig undir borð og las sín fræði, fægði húsið og settist undir sauma. Þessi hjón ljetu mig vel og veittu mjer hverjum degi öðrum betur. Daníel var þar til herbergis svo sem fyrir minn bænastað nærri mánuð; þótti honum það, að mjer var framar honum virðinga leitað. Hann biður húsfreyju einn sunnudagsmorgun að útvega fyrir sinn bænastað, að eg ljeði sjer nokkur klæði til kirkju, því hann ljest til sakramentis vilja ganga. Eg trúði þessu og hans mörgum gyllyrðum, og ljeði eg honum heilan klæðnað til handa og fóta og bók í hönd, og að honum í burt gengnum leit eg hann aldrei meir, hvað alt var víst 20 dala gildi. Þetta þótti þeim frómu hjónum mikils vert. Þrír menn ríkir er bjuggu til Lundún lofuðu að láta finna hann og upphengja; þessir grömdust yfir minni tilviljan.

Dvaldist eg í 9 vikur í greindu herbergi fyrir ekkert