Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/56

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Ekki var hægt að villulesa síðuna vegna vandamála


Mynd af Lundúnar-

verðkaup. Einn dag, sem mjer gafst hentugur tími, fann eg þrjá menn í einu húsi; þeir voru frómir af fylgjurum danskra manna. Einn þeirra hjet Jóhann Marteinsson: hann kunni nokkuð í íslensku, því hann kvaðst hjer í landi í 3 ár legið hafa með reiðara góss; hann tók mig strax vel og kvað skyldi mjer hið besta tilleggja hjá eðalmönnum, sem var kóngsins gesant í Danmörk, hvað hann fullvel enti. Skildist eg svo með elsku og kærleika við þau hjón, og óskuðu mjer velferðar og lukku af Guði, bæði fyr og síð. Margir ríkir menn í Lundún buðu mjer þjónustu hjá sjer, en eg fjekk þar aldrei vild til, því mig langaði svo mjög til Danmerkur og hingað.

Fyr en eg tala öldungis um mína burtför þaðan vildi eg lítið áminst hafa um Lundún og Lundúnarbrú, með styttsta hætti og fleira annað. Lundún er þrísett og eru stór kauptorg þar í milli og leikvellir, á hverjum framdir verða allskonar leikir. Þar inni og fyrir utan portin eru 3 hundruð kirkjur tólfræð, smáar og stórar, þar í bland eru 70 höfuðkirkjur. Í Lundún eru tvö slot. S. Pálskirkja er sú stærsta og dómkirkjan. Þeim megin, sem fram að móðunni vendir, er borgin á þann veg bygð, sem er, að um flóð gengur vatnið upp undir borgina, svo hátt, að ei þarf að stíga ofan að vatninu meir en 3 tröppur þeir eð sækja