Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/57

Úr Wikiheimild
Það var vandamál við prófarkalestur þessarar síðu

-arbrú frá rúml. 1600.

vatn til neyslu úr þeim húsum, er á þeim vatnsbarmi standa. En sem hæst útfall er orðið þá má inn undir borgina langt á leirnum ganga, og þar undir borginni stendur mikill fjöldi stólpa, staura og styttna, sem uppi heldur þeim hluta borgarinnar.

Lundúnarbrú er þann veg bygð, að af sterkum grundvelli frá neðarsta er af tilhögnum stórum björgum og nær yfir alla breidd móðunnar; þykt hennar eður breidd veit eg ekki, því mikill hluti borgarinnar stendur þar upp á[1] þar upp á standa 3 þær stærstu höfuðkirkjur, og fleiri að eg meina smærri. Í þann tíma var mjer sagt að í þeim hluta borgarinnar, er á brúnni stendur, væri 700 gullsmiðir. Í hverju steikarahússgólfi, er á brúnni stendur, eru hlemmar ferkantaðir, yfir þeim götum, sem neysluvatn er úr móðunni uppdregið daglega, og þá fiskur er í móðunni verður hann með dorg þar uppdreginn, og strax svo lifandi til matgjörðar tekinn. Undir brúnni eru 9 eða 10 hvelfingar eður dyr, sem undir brúnni upp í gegn liggja, hvar í gegnum móðan hefur sína rás; mikill straumur er við þessa bryggjustólpa

eður hvelfingsdyr. Furðulega stór akkeri eru þar í fyrstu

  1. Þetta er auðvitað orðum aukið, en eins og sjá má á myndinni stóðu mörg hús á brúnni.