Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/58

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin

26

innmúruð, hverra hringar af múrnum úthanga, í hverja með bátshökum krækt verður af þeim þar í gegn fara á skútum, prjámum, skipum og bátum, með allra handa góss til og frá. Þetta sje um brúna talað með styttsta hætti.

Eitt lítið þorp lá í þá tíma suðaustan til við móðuna, þvert yfir frá og gegnt borginni; um háfjöru á móðunni standa þau stærstu skip á grunni, og liggja á leirnum án skaða.

Borgin var mjer sögð 9 mílur umkring engelskar, sem er meir en hálf þingmannaleið. Þar eru löng stræti, sem liggja upp í borgina, og veglegar húsaraðir á hvora síðu, og sje langt gengið upp í borgina, þá hljóta menn leiðsögu að fá, að rata aftur til strandar, hvar fyrir kompásar fyrir dyrum standa víða úti, og eru konur svo vel sem karlmenn þar til hentugar þá leiðsögu að gjöra, sem hver beiðist og við þarf.


IV. KAP.


Innihaldandi hvað í þann tíma viðbar, er eg var til Lundún og þeir dönsku þar dvöldust. Hvernig 5 af ráðinu hugðu að svíkja kóng Jacob þann 6. í Englandi.

Eitt kvöld sem kóng Jacob kom neðan frá Grafsundi nærri dagsetri í Octobermánuði á bátum þeim, er kallast kóngsbátar, og eru að tölu 18 og voru það alt tíuæringar og tólfæringar, og með honum vel 200 manns, höfðu þeir þær vjelar gjört með púðri þar á bryggjunni, er kóngur skyldi að leggja, og hann plagaði á land að stíga, en kona ein, sú eð epli plagaði að selja við ströndina, gjörði kóngi bending, svo hann frá þeim svikum með Guðs hjálp frelsaðist. Þrír af þeim náðust en tveir ekki, svo lengi sem vjer dvöl þar höfðum. Þá ljet kóngur setja eitt stórt þing fyrir neðan Lundúnarslot á víðum og sljettum völlum; var þar frábærlega margt fólk saman komið. Og að þeirra svikræði prófuðu