Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/59

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin

27

og með dómsatkvæði ályktuðu urðu þeir hjólbrotnir, liður frá lið, og svo lengi sem þetta var ei yfirstaðið urðum vjer þar að dvelja, svo ályktan þess máls með öllum aðburði yrði Danmerkur kóngi uppritað sent.[1]

Nú er þar til máls að taka hvað á þessu sama sumri viðbar Anno 1615, að kóngins skip 2 í Danmörk að nafni Victor og Júpíter í [Jú]nímánuði náðu einum nafnkunnugum sjóræningja austur undir Rússía í Hvíta hafinu, þar eð kallast Archangel; sá nefndist kaptuginn Manda[us][2] hann hafði legið 15 ár í hernaði og ásetti sjer í það sinn er þetta skeði, að liggja fyrir einu hollensku skipi, er komst í gegnum Veigat og frá Austindien hafði siglt, en honum tókst það ei, því hann tapaðist fyr. Þessi sami var stallbróðir þess ræningja, er á þessu sama ári varð unninn á Vatneyri og heitstrengt hafði Ísland að eyða[3]. Þessara stallbræðra varð 15 fimm daga munur að deyja. Kaptuginn Mandaus varð

hengdur fyrir utan Austurport í Kaupinhafn í einni vippu, og hans undirkapteinn og skipherra. Þessi Mandaus átti 5 bræður á Englandi, og voru allir handverksmenn.

  1. Merkilegt er það að í brjefi Jakobs 1, sem hann einmitt sendir Kristjáni 4. með Adam Bülow og er dags. 26/10 1615, er ekkert minst á þetta. Jeg hef hvergi getað fuudið neitt um þetta banatilræði, og býst við að hjer sje mjög blandað málum. — haustið 1615 stóð einmitt yfir hið nafnkunna mál móti Somerset lávarði (sem áður hafði verið einn af helstu vildarmönnum konungs og með voldugustu mönnum á Englandi) og frú hans, sem voru dæmd til dauða fyrir að hala látið byrla Sir John Overbury eitur. — frásagnir um það mál hafa svo líkl. runnið saman hjá JÓl. við frásagnir um tilraun þá, er Guy Fawkes gerði árið 1605 til að sprengja í loft upp með púðri Jakob konung og alt þingið. — Sjá um þessa atburði Gardiner, Hist of Engl. 1603 — 1616. London 1863 Vol. 1, 216—257 og Vol. 2, 206—250. Verið getur líka að Jól. hafi eitthvað heyrt um það að Jakob konungur 1614 ljet fangelsa 4 þingmenn (sama rit II. 164).
  2. Kapt. Mandaus hjet rjettu nafni Juan Mendoza; um hann sjá 1. kafla, 17. kap.
  3. Frá þessu segir Espólín þannig: »Þá (o: 1615) komu um sumarit sjóvíkingar á Patriksfjörð, oc ætluðu at ræna Vestfjörðu, þeir höfðu tekit nockra Enska menn með sér nauðuga, enn er þeir komu á land, oc sjóvíkíngar ætluðu at ræna Dani á Vatneyri, réðust hinir ensku menn á þá, oc urpu þeim í sjóinn oc drápu marga, enn tóku tvo fyrirliða oc fóru á brott sídann.« (Árb. 5 d. bls. 135 — 36).