Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/6

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin
VI

og þá í siglingum með Kristjáni 4. (bls. 46—53). Árið 1618 er hann við innreið biskupsins af Verden í Höfn. Um haustið það ár hefur hann líklega farið til Krónborgar- kastala (bls. 87, sbr. ath. við þá bls. og bls. 85 og 91). Hann talar um mikil frost »annan veturinn« , er hann var á Krónborgarkastala, og segir að það hafi verið sama vetur- inn og halastjarnan sást (bls. 91). »Annan veturinn« verður hjer að skilja sem »annanhvorn veturinn«, því halastjarnan sást þar í Nóv. og Dec. 1618, og Jón hefur þá aðeins verið kominn fyrir nokkrum mánuðum. Árið 1619 nefnir hann »á því öðru ári er eg þjenti á Krónborgarsloti« (bls. 92). og segir (bls. 98) að það hafi verið sama ár sem Kristján 4. og Gústaf Adolf hittust í Halmstad, en það var í Febrúar 1619. Jón hefur verið á Krónborg aðeins einn vetur, en part úr tveimur árum, því um vorið 1619 (hann segir sjálfur ranglega 1618, bls. 125) fer hann með Henrik Vind til Spitsbergen (bls. 125 — 140). Haustið 1619 er hann aftur í Kaupmannahöfn, og veturinn 1619—1620, er íslensku sendi- mennirnir út af einokunartaxtanum voru þar, komst hann í klandur við týhúsið og var settur í Bláturn (bls. 140 — 164). Svo var hann áfram við týhúsið, þangað til 1622 (hann segir ranglega 1621, bls. 177) að hann fór til Björgynjar með Kristjáni 4., og 8. Okt. s. ár fer hann til Indlands (bls. 208). Hann kemur við á Madagaskar á leiðinni og fleiri stöðum. Hann dvelur svo í Dansborgarkastala við Tranquebar til þess í September 1624. Þá er það að hann stórslysast (bls. 338 — 345), og fer rjett á eftir aftur til Norður- álfunnar. Eftir ógurlega hrakninga kemst skipið til Youghal á Írlandi snemma í Júní 1625 (bls. 364). Þaðan fer hann til Noregs og Danmerkur, og kemur þangað seint um haustið sama ár. Næsta vetur er hann i Khöfn, en fer svo til Ís- lands vorið 1626 (bls. 384). Veturinn 1626—1627 er hann í Bæ á Rauðasandi (bls. 388). Sumarið 1627 er hann sendur til Bessastaða af Ara í Ögri, og er þar þegar Tyrkir komu þangað. Nokkru síðar, þegar hann er kominn heim, giftist hann Ingibjörgu Ólafsdóttur og reisa þau bú á Tröð. Lík- lega hafa þau giftst árið 1628, að því er ráða má af því