Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/60

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin

28


Víkjum nú þar til máls aftur, að þar sem eg var fyrir einum degi kominn til Danskra á það skip er S. Pjetur nefndist, en skipherrann Christian Ross, að eftir miðdegi á fimtudag kom fram til vors skips einn af þeim 5 Mandaus bræðrum, sá eð var atkerasmiður og einn ríkur mann, Rúben að nafni; hann spyr Christian Ross að, hvort hann vissi ekki af sínum bróður Mandaus að segja, sem kóngsins skip í Danmörk hefði tekið undir Rússíaríki. Christian kvaðst það geta, og sagði hann hengi fyrir utan Kaupinhafnar Austurport þar í vippunni. Þessum Rúben brá illa við þá fregn og tók mjög litaskifti, kvaddi og gekk svo fyrir borð. Að þremur dögum liðnum kom boðskapur út af slotinu frá kóng Jacob, til vors yfirmanns, sá eð hjet Adam Billau[1] og var einn með þeim æðstu eðalmönnum í Danmörk, að þessir hans 5 bræður Mandaus vildu nú hefnast á oss og útsenda 3 herskip oss til deyðingar, og var mikið gjört af þeirra umsveiflum í borginni. Kóngur sendi út af slotinu til vor 80 músskyttur, sem vjer köllum Inntabyssur, og önnur nauðsynleg vopn móti þessum vorum óvinum.

Og nær sem Adam Billau hafði sitt orðlof fengið þaðan í burt að reisa, hjeldum vjer þaðan úr höfnum um nóttina með Tempe ofan til Grafsund.

Skamt fyrir neðan borgina Lundún í luktri höfn fyrir innan grindur lágu kóngs Jacobs herskip stór og sterkleg tilsýndar. Og sem vjer komum til Grafsund höfðum vjer þar litla dvöl; gegnt þeirri borg lágu 2 megtug kóngsins herskip.

Nú er frá því að segja, þar sem eg í fyrstu rjeðst til fars með þeim dönsku, og í þjónustu hjá nefndum eðla manni Adam Billau, að eg var með tveimur öðrum ágætum mönnum settur inn uppá ærlega undirholdning á það skip S. Pjetur. Einn þeirra hjet Magnús af norskri ætt, sá eð

var kóngsins í Danmörk stallmeistari, góður maður og

  1. Adam Bülow; (†1619) hann var þá stallmeistari konungs; sbr. ath. RC. við þennan stað.