Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/61

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin

29

frómur, annar hjet Jacob Pjetursson, sem til Lundún í 7 ár dvalist hafði, að læra snúruvefnað af gulli, silfri og öðru margskonar, er þeir kalla pússmenterí. Þessir tveir menn voru mjer góðir og hagkvæmir, svo sem og alt það skipfólk.


V. KAP.

Og svo sem fyr var sagt að lítilli dvöl entri hjeldum vjer burt frá Grafsund og í haf að Jótlandsskaga. Þar hljóp á megnveðri mikið af austri, utan vjer fyrir Guðs náð gátum náð þar Noregi er Flekkefjörður heitir með því skipi eg á var, en hitt skipið, sem eðalmaðurinn á var, og Jónas nefndist, náði höfnum sunnar í Noregi, og komst hálfum mánuði fyrri heim til Danmerkur en vjer.

Adam Billau reisti strax á kóngsfund, er í þann tíma var vestur í Jótlandi með sinni hirð allt til vors. Ei sá eg þennan Adam Billau í 3 ár, en Magnús, er eg fyr um gat, tók mig að sjer, og vildi að eg þjónaði í kóngsins stalli og yrði hans beriðeri og stall-knekt, hvar til eg mig velviljuglega gaf.

Kóngsins stallur stóð í þann tíma við Hábrú í Kaupinhafn, slotsmegin við portið. Þar í því húsi er við portið stendur bjó einn frómur maður aldraður, Christian að nafni. Hans kvinna hjet Elín; hún var yngri en maður hennar. Þar í því húsi hjá þessum guðhræddu hjónum hafði Magnús sitt herbergi, og af meðgæddri manndygð tók mig þangað til herbergis og lagði mig í sæng hjá sjer, veitandi mjer ærlega tæring við þeirra borð, samjafnt sjálfum sjer. Þjónustu hafða eg enga aðra en þá, að eg gekk með honum tvisvar hvern dag í stallinn hestunum að kemba og þá vandlega að vakta og verka og tvisvar daglega að útleiða til vatns og hressingar og upp á trumbu að slá fyrir

þeim.[1] 2 þjenara hafði hann aðra, sem stallinn fægðu

  1. til að venja þá við hávaða.