Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/62

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin

30

daglega. Þessi mín stallþjónusta varaði ekki lengi, sem var nærri 6 vikna tími; því svo bar við að kóngl. Majest. sendiboði kom til Magnúsar og bar honum þá fregn, að hann sem snarast skyldikoma á fund kóngs, en fyrir það Magnús dró til ferða, bað hann um mig í herberginu hjónin bæði að þau ljeti mjer í tje allt það mig um nauðsynjaði.

Síðan afreisti Magnús frá Kaupinhafn og vestur til Jótlands; kóngur í þann tíma hjelt sitt hof í Jótlandi með 80 hoffólks. Svo bar við á einu kvöldi, sem Magnús gekk af slotinu heim til síns lossamentis og svefnstaðar, að hann, því ókendur var í borginni, gekk til órjettra dyra, hvar einn kóngsins dravant var fyrir í herbergi, og eftir því hann á dyrnar þráklappaði, gramdist sá dravant honum og hljóp til dyra með sinn atgeir og veitti honum bana, hvar fyrir hann hlaut hálsinn að missa.

Nær sem þetta spurðist til Kaupinhafnar og til míns herbergis, fyltist eg harms og trega, og margir hörmuðu Magnús, því hann kom sjer vel. Var eg þá í neyð staddur og munaðarlaus. Þá talaði Elín til við mig einn dag og spyr mig að, hvort eg hafi nokkuð gjald til betalings fyrir kost og herbergi, en ei var gjald þá meir til. Kvinnan af dygð sinni gekk út einn dag, að leita við að koma mjer til einhvers handverks. En með því að komið var fram að jólum svo nær að hver hafði fullráðið fjekk hún ei því orkað.

Einn dag gekk eg ofan á bryggjur mjer til skemtunar, þær stóð einn ungur maður á meðal annars fólks, sá eð Ambrósíus var að nafni. Hann spurði mig að ætt og nafni og hvers lands maður eg væri, hvað eg honum alt hið glöggvasta tjeði. Þessi maður þekti mig og minn bróður Halldór og tók mig heim í sitt herbergi með sjer, þar rjeð fyrir mágur hans og systir, mætir menn og frægir í borginni. Hann hjet Hans Jacobsson, hann var kjallaramaður hinn ypparsti á Bremerhólmi. Hann bauð mjer þangað og láta mig þar innskrifa fyrir viss verðlaun, en eg hafnaði því með öllu, því eg hugði mig sneiða hjá kóngsins þjenustu, þó ei svo yrði. Síðan gekk hann uppá slotið og fann