Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/65

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin

33

hverjum eg dvaldist upp frá því í þrjú ár til herbergis, og átti eg hann fyrir einn góðan og trúfastan vin og stallbróður bæði leynt og ljóst alt til hans æfiloka, hvað reiknast mátti ein góð vingjöf af Drottins hendi, einkum í framandi stöðum.

Þrem vikum síðar en fyr var umgetið, varð eg innskrifaður með öðrum 25 undir regimentið, og í regimentis manntalið brustu, sem iðuglega skyldu vera eftir rjettum passa og tilskikkun kónglegrar tignar hálft fjórða hundrað, og þá í fyrsta sinni sór eg kóngl. Majest. hollustu og trúnaðareið, ásamt öllum þeim regimentislýð þar saman komnum. Ei var kóngur þar í þann tíma. En svo er tilháttað, að eitt borð er sett innan vjebanda í týhúsinu, á það er látið salt og brauð, þegar eiðar eru unnir, en þess þýðing er Christur og hans orð, og kallast að sverja upp á salt og brauð.

Sex vikum síðar var eg tekinn og tilsettur við týhúsið vakt að halda, en til þess tíma hafði eg frípass, spilrúm og liðugan gang í borginni, framar öðrum, er komu samtíðis mjer undir regimentið, því sá frómi gamli mann, Meistari Hannes, týmeistari, var mjer svo frábærlega góður og eftirlátur, sem eg hefði verið hans eiginlegur sonur, og af því vóx elska og ástsemd fólksins til mín og varð eg því ei síðstur haldinn af öllum mínum jafnöldrum og samnótum, hvar út í Guðs náð og ósegjanleg þolinmæði sig bevísaði, mjer aumum og framandi til eflingar og hjartans hugsvölunar.

Mínir landsmenn reyndust mjer flestallir góðir og gagnlegir, tryggvir og tállausir, hverjir hjeðan af landi voru þangað komnir. Fyrst í þann tíma, eg þangað kom, var norðan frá Hólum kominn Þorlákur Þorkelsson,[1] sem prestur varð síðar og ordíneraður til þeirrar sóknar 3 mílur frá Kaupinhafn er Orupp hjet, þó honum það ei auðnaðist,

því hann andaðist í Kaupinhafn og var minn elskulegur

  1. Hann var sonur Þorkels Gamlasonar, ráðsmanns á Hólum, og varð 20/7 1621 prestur í Hvidovre, en dó í Janúarmánuði 1622. Hann er talinn að hafa orðið fyrstur Íslendinga prestur í Danmörku síðan siðabótin komst á. Sjá RC. og rit þau er þar eru nefnd.