Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/66

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

34

og góður vinur. Item og þaðan var kominn Jón Gissursson[1] frómur maður þangað, sem síðar varð skólameistari í Skálholti og á Hólum, og síðan prestur og staðarhaldari fyrir norðan á Múlastað. Item Finnur Böðvarsson[2] úr Borgarfirði úr Sunnlendingafjórðungi, minn frómur og elskulegur vinur, hver eð í Kaupinhafn hjeðan í burtu sofnaði til Drottins náða. Item Guðmundur Jónsson frá Hítardal,[3] einn frómur og góður maður, hver eð ásamt hinum áðurnefndum auðsýndi mjer stóra æru, elsku og velgjörðir. Þessi andaðist og í Kaupinhafn, og fengu þessir allir 3 stúdentar heiðarlega greftran. Item Pál Sveinsson[4] fann eg þar, þessum samtíða, sá eð var einn bartskeri og góður medicus, einn frómur mann, og minn jafnan góður vin, ættaður og kominn frá Holti í Önundarfirði, og andaðist einnin í Kaupinhafn og varð ærlega greftraður í Hellige- Geistis kirkju jurtagarði, er svo kallast, hvern eg með öðrum 6 vænum ungum mönnum, þar til keyptum, jós

moldu.

  1. Um hann sjá Janus Jónsson, Sögu latínuskóla á íslandi (Tímarit Bókmfj. XIV. 1893, bls. 53). Síra Jón fjekk Múla í Aðalreykjadal árið 1633 og var þar prestur til 1660; þá slepti hann brauðinu og dó 1662. Hann var prófastur í Þingeyjarprófastsdæmi 1636—1660. (Sv. Níelsson Prt, XVI, 9 og 18.)
  2. Um hann sjá Árbækur Espólíns V. 141, VI, 33. — Hann var sonur Síra Böðvars Jónssonar í Reykholti (1518—1626), er Finsensætt er komin af í beinan karllegg (Dr. J. Þorkelsson í Obituaria Island. bls. 221).
  3. Hann var sonur Síra Jóns prófasts Guðmundssonar í Hítardal og Guðríðar Gísladóttur lögmanns Þórðarsonar. Sjá Espólíns Árb. VI. 6.
  4. Páll Sveinsson var sonur Síra Sveins prófasts Símonarsonar í Holti í Önundarfirði (f 1644) með fyrri konu hans, Þórunni, laundóttur Björns Hannessonar, og var því hálfbróðir Brynjólfs biskups Sveinssonar. — Hann hafði tvo um þrítugt er hann andaðist. (Dr. J. Pork. í Obit. Isl. 215).