Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/67

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin

35

VI. KAP.


Innihaldandi um það hið sjerlegasta hvað viðbar fyrst eg kom í Kaupinhafn, og það fleira sem áminst verður.

Skömmum tíma þar eftir er eg var innskrifaður í kóngs-ins bók og að unnum eiði, bar svo við einn snemma morgun að eg gekk yfir þá járnrist, sem gengin er inn á kirkjugarðinn dómkirkjunnar, sem kallast Vor Frue kirkja (það er Maríu kirkja), að leita eftir Þorláki Þorkelssyni studioso, þá gekk karlmaður og kvensvift undan mjer að þeim brunni, er þar stóð, vatn að sækja. Og er þau litu í brunninn, gáfu þau mikið hljóð af sjer, og sögðu þar flyti eitt dautt meybarn í brunninum. Þangað gekk eg skyndilega og leit hvað skeð var. Slíkt frábært tilfelli barst skyndilega um borgina og rannsökun gjörð með ýmsum hætti, og úr þeirri sókn straks að morgni 500 þjónustumeyjar upp á ráðhúsið hafðar, og þar til reynt hvort mjólk væri í þeirra brjóstum, hvað ei fanst vera hjá nokkurri þeirra. Og af slíku tilfelli gekk kveinan og grátur í borginni, og í kirkjunni bæn gjörð til Guðs, að auglýsast mætti, hvað þó ei skeði augljóslega, utan hvað tilgátur voru, að komið væri af húsi einnar hálærðrar persónu M. Hr. m. Var þá við lokið skömmum tíma þar eftir þar meir um að tala, til þess að 3 ár voru liðin, bar svo við að tvö börn vansköpuð fæddust í borginni í því stræti, sem kallast Vagnmannsstræti, en í þeirra líkprjedikun var af prestinum Hr. Menelao[1] 25 áminst um margskonar ósiði, sem honum virtist tíðkast og í vöxt fara í borginni, og á meðal annars varð honum áminst um þetta barn, og talaði harðlega til þeim andlega selskap um vandlætingarleysi, bæði um fyrirboðna hoffrakt

og yngismeyjanna ljótlega klæðadrakt, því þessi áður nefndu

  1. Menelaus Poulsen Næstved, 1585—1626, varð 1610 æðsti kapellán við St. Nikulásarkirkjuna, og hallarprestur 1617 RC.