38
þar að ganga í nokkur ár fyrir ranga dóma og misjafna lögsögn. Item einn stúdent, Pjetur að nafni, ættaöur úr Kárseyri, 1 ) var þar innsettur og eftir dómi 18 ára tími til- settur, sá eð knífsting lítinn með pennaknífi hafði veitt 5 sínum stjúpföður. Viö höfðum báðir einn heilan vetur saman haft sæng og herbergi, og var kominn fram undir vigslu. Þessi Pjetur með öðrum sjö af rjefndum föngurum komst úr fangelsishúsinu, þeir eð skriðu aftur á bak, gegn- um saurindarennuna alt út í sjóinn, og vörpuðu sjer ofan
fyrir múrinn, nærri tvo faðma að hæð, en djúp vatnsins
var 3 eða 4 faðmar, og svömluðu svo úti með múrnum á leirana, brutu af sjer járnin, og rýmdu síðan upp til Svía- ríkis Einn af þeim náðist og varð uppheingdur. Pessi Pjetur, studiosus, varð til Svíaríkis herramannabarna
skólameistari eitt ár. Síðan fór hann að finna stjúpföður
sinn, að krefja síns föðurarfs. Hinn krafðist hans vitnis- burðar, að hann væri ærlega kominn frá sinu fangelsi, og að honum auglýstum hjet honum sinni erfð, hvar við Pjetur reiddist og gjörði stórt upphlaup og vildi enn að nýu slá
sinn stjúpföður; var svo tekinn af yfirvöldum borgarinnar
og færður til Kaupinhafnar, og á slotsplássinu rjettaðu'r, að endaðri þeirri oratiu eður sermon, sem gjörst hafði af inni- haldi og texta þess 4. Guðs boðorðs. A árinu áður en eg kom til Kaupinhafnar voru 3
galdrakonur brendar i Sælandi. Ein þeirra, sú hin helsta,
hjet Marín Kringsteðs, ein rikiskona, ei minnist eg þeirra tiltæki. Einn tíma bar svo við 1617 um sumarið, á einum torg- degi, sem var laugardag, að einn maður Jens að nafni,
sá eð var nýgiftur einnri frómri dándiskvinnu og bjó í
Litla Feijustræti í Kaupinhafn, var ritgenginn fyrir borgina um Vesturport með einum frómum borgara og voru að spássera þar um grundirnar, sem bændurnir skyldu fram um fara, þeir eð áttu heima uppá landsbygðinni og tvisvar í
hverri viku komu í borgina uppá torgið, með allrahanda,
') nú: Korsar.