Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/71

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin

39

sem af bóndabygðinni plagast aö flytja í kaupstaðina, sem er rúg, maltrúg, bygg, þríslags grjón, hveiti, humal, hunang, smjör, ost, svín, gæsir, andir og margslags fisk úr ferskum vötnum, Á meðal annara bænda, sem úr borginni óku á vögnum, var einn bóndi, sem nokkuð var drukkinn. Þessi ungi borgari, Jens að nafni, upphóf eftir sinni gamalli venju að grýta bændurna með hestaperum, þar til þessi drukkni bóndi varð fyrir hans kasti, hrópi og spottyrðum; en með því að hann mjög svo kendi undan hans áköstum og þar með illa sveið hans hæðni, og var í þessu óaflátsamur, og með engu móti hirti um hins annars borgarans umtölur nje afletjan, hljóp úr vagninum með riðugan korba, sem bændur plaga þar án bals[1] liggja láta og strax hann með honum í gegn nisti, hljóp svo á sinn vagn og burt keyrði. Hinn fjell þar strax dauður niður til jarðar. Borgarinn hinn annar bar þessi tíðindi í borgina, var hann svo sóttur og innfluttur, og að morgni greftraður upp á St. Nikulás kirkjugarði. Hann fjekk eftir sig vont rykti af prestinum í prjedikunarstólnum, hvernin hann í ungdómi hefði sínum foreldrum óhlýðugur verið. Lyst var vegandanum með brjeflegri lýsingu en ei eftir runnið af hans frændum og ei syrgður af hans kvinnu, við hverja hann hafði haturlega breytt, og ekki af nokkrum manni. Síðan aflagðist lengi spott og háðyrði við bændurnar af borgarlýðnum.

Item bar svo við einn tíma, að smápiltar, þeir eð gengu í þann danska skóla, voru að leika sjer við ráðhúsmúrinn með sínum pungum, um það bil að klukkan var 4, það er stund af nóni, og voru nýkomnir út af skólaherberginu, að tveimur af þessum unglingum bar til þrætu, var einn 7 ára en annar 9. Sá yngri þeirra greip sinn pennakníf og stakk þann eldri með til dauða, og strax rann á flótta. En strax sem þessi aðburður skeði, og pilturinn var burtflúinn,

barst þvílíkt með skyndi um borgina, svo þys og ys varð mikið, og það varð sagt býfógetanum, það er staðarins

  1. slíðra, þ. Balg.