Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/9

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin


IX

Auk þessara rita vitum við að Jón þýddi fyrir Ara Magnússcm úr dönsku hin frægu gömlu kvæði um Stig Andrjesson stallara (»Marsk Stig«); eru sumar af þeim þýð- ingum enn til. Við skulum nú athuga nánar það sem hjer er sagt, og. lita þá fyrst á kvæðin. Sagan af Persenober konungi finst í dönsku kvæði frá miðöldunum (Persenober og Constantianobis), og er það sama efni og í Partalópa sögu. Um danska kvæðið læt jeg mjer nægja að vísa í bók J. Paludans, Danmarks Literatur í Middelalderen, Kbh. 1896, bls. 130. Hvort þýðing Jóns hefur verið í bundnu máli eða óbundnu er óvíst, orð Einars virðast benda á, að hann hafi þýtt kvæðin í óbundið mál. Jeg hef hvergi getað frjett neitt annað um þessa þýðingu Jóns, og væri þó hugsanlegt að einhversstaðar á íslandi væri til afskrift af henni. Kvæði það er Jón orti um utanför sína hef jeg heldur ekki sjeð, og er mjer ekki kunnugt um að það sje í neinu opinberu safni; það lítur þó út fyrir að Einar hafi sjeð það. Þýðingar Jóns á kvæðunum um Stíg stallara eru í handritinu í safni Árna Magnússonar Nr. 153, 80. Það handrit er safn af ýmsum fornkvæðum og er þvi nákvæm- lega lýst í skrá Dr. Kålunds yfir safnið (II, bls. 418—19) og því óþarfi að lýsa því hjer. Alls eru þar þýðingar á 6 kvæðum, en hafa verið fleiri áður. Er í bókinni brjefpartur frá Snæbirni Pálssyni á Mýrum í Dýrafirði dags. 28. Júní 1708, og segir þar svo:

». . . Marsk Stígs kvæði bygg jeg tvö vanti, sem tengda-

móðir mín Ástríður segir fyrir sjer glatast hafi. Jeg heyri Jón Ólafsson Indíafari hafi þau öll útlagt. Fornkvæðabókin þykir mjer ekki svo rík af fornkvæðum sem hjörtu og brjóst áttræðra kerlinga hef jeg vitað nær jeg var barn, en þær með þeim fróðleik eru flestar í jörð grafnar nú . . .« 

Fyrsta kvæði byrjar svo:
Eirekur Glipping áður i öld
átti Danmörk ráða,