Blaðsíða:Íslensk Söngbók.djvu/20

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur ekki verið prófarkalesin

6

7. Minni íslands.

Lag eftir A. P Berggreen. (J. H. V.).

1. Norður við heimskaut í svalköldum sævi, Svífandi heimsglaumi langt skilin frá, Þrungin af eldi og þakin af snævi Þrúðvangi svipuð, með mjallhvíta brá Ey-konan forna og alkunna stendur, Ættarland Sögu og frelsisins skjól, Þar sem að marghæfir mæringar end-ur Mentunar vermdust af geislandi sól.

2. í jöklanna skjóli þú járnefldu geymdir Jólhelgar sagnir um Valhallar-þjóð, Athöfnum feðranna engum þú gleymdir; indælar fornkappa sögur og ljóð Endur-tók bergmál þitt hverjum í hnjúki, Er heimur í myrkr- anna draummóki svaf ; Fallandi tímanna f oss þó að rjúki, Hann flytur það aldrei í gleymskunnar haf.

3. Skyldu þá arfar þér aldaðri gleyma, Ástkæra móð-urland, kynsæla grund ; Á þínum brjóstum, þar eigum vér heima, Æfinnar fyrstu þar lifðum vér stund. Blessi þig drottinn um aldur og æfi Eflist þinn hróður, og vaxi þitt ráð, Norður við heimskaut í svalköldum sævi, Svellkrýnda, eldþrungna minninga láð.

Kristján Jónsson.

8. Minni íslands.

Lag : Vort f öðuriand, vort fósturland.

1. ísland, ísiand, ó, ættarland, Þú aldna gyðjumynd, Þars báran kyssir svalan sand, Og sólin hnýtir geisla-band Um hrími þakinn hamratind í himins biárri lind.

2. Vér æ í lífsins yndi' og harm Þig elskum fóstur-grund; Þótt klaka-hlekkir kreisti arm Og kalt sé við