Blaðsíða:Íslensk Söngbók.djvu/21

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur ekki verið prófarkalesin

7

þinn móður-barm, Þar viljum eyða æfi-stund Og efsta festa blund.

3. í faðmi þér nam finna skjól In forna kappa-þjóð, Þá skein in fagra frelsis-sól Á fólknárunga höfuðból, Þá heyrðust fögur hetju-ljóð Á hrímgri jökulslóð.

4. Þig sögugyðjan himinhrein Til hælis valdi sér, Þú geymir frægra feðra bein Og forna vætt í hverjum stein, Og helgaður hver hóll á þér Af hetjublóði er.

5. ísland, ísland, ó, ættarland, Þér öld nú renni fríð; Og meðan úfið eyja-band Inn aldna hverfist þinn um sand, Þig signi auðnan ástarblíð Um alla heimsins tíð.

Kristján Jónsson.

9. Minni íslands.

Lög eftir H. Helgason og Gretry. (Sv.)

Þið þekkið fold með blíðri brá Og bláum tindi fjalla, Og svanahljómi, silungsá Og sælu blómi valla, Og bröttum fossi, björtum sjá Og breiðum jökulskalla — Drjúpi' hana blessun drottins á Um daga heimsins alla !

Jónas Hallgrímsson.

10. Minni íslands.

Lag: Danagrund með grænan baðm. (Sv.).

1. Eyja stendur upp úr sjó Ein í norður-sænum, Ber á höfði bjartan snjó, Búin mötli grænum; Hana drott-inn bláu bjó Belti' um mittið forðum; Girti hana söltum sjó, Svo hún stóð í skorðum.

2. Hvar á jörðu hittist ey í hátíðlegri klæðum? Og þessi fagra fjalla-mey Á fjörugt blóð í æðum. Því