Blaðsíða:Íslensk Söngbók.djvu/23

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur ekki verið prófarkalesin

9

Margir segja: sjá það er Sviðið, bert og kalið! Það er satt, með sárri blygð Sjá þín börn þess vottinn, fyrir svikna sátt og trygð Sorg þín öll er sprottin.

4. Fóstra, móðir, veröld vor, Von og framtíð gæða, Svíði oss þín sára spor, Svívirðing og mæða! Burt með lygi, hlekk og hjúp, Hvað sem blindar andann; Sendum út á sextugt djúp Sundurlyndisfjandann!

5. Græðum saman mein og mein, metumst ei við grannann, Felíum saman stein við stein, styðjum hverj-ir annan, Plöntum, vökvum rein við rein, Ræktin skap-ar framann. Hvað má höndin ein og ein? Allir leggi saman!

6. Líkt og allar landsins ár Leið til sjávar þreyta. Eins skal fólksins hugur hár Hafnar sömu leita. Höfn-in sú er sómi vor, Sögufoldin bjarta! Lifni vilji, vit og þor, Vaxi trú hvers hjarta!

Matthías Jochumsson.

12. ísland.

Lag: Danagrund.

1. Fögur ertu, fósturmold, Fræg á æskutíðum, Þú ert enn vor forna fold, Fagurgræn í hlíðum. Fossinn kveður ennþá óð Undir hamra bungu, Þar sem hátt um fólk og fljóð Fornu skáldin sungu.

2. Lít jeg inn á liðna öld, Löngu þakta haugum, Þar sem felur skjöldur skjöld Skært í ljósa laugum: Er sem kveði Egill enn Undir sólartjaldi, og þar hlusti margir menn Moldar orpnir faldi.

3. Þú hefur margan mikinn ná Moldu vígt og sung-