Blaðsíða:Íslensk Söngbók.djvu/24

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur ekki verið prófarkalesin

10

ið, Áttu nokkurn eftir þá? Er þitt hjarta sprungið? Hvað hafa þessi þúsund ár Þjer til frama unnið? Er nú frægðin orðin nár? Er nú ljósið brunnið.

4. Þín hefir farið fjöllum af Frægð um allan heim-inn, Yfir sollið íslands haf, Út um jarðar geiminn. Enginn nefna maður má Maka þinn á jörðu, Segul-meyjan silfurblá, Slegin éli hörðu.

5. Mistu aldrei móð né von, Mjög þó hjarta svíði! Gráttu ekki gengin son, Gæfan fæst með stríði. Þó að nöpur nornin sé, Nísti þig með sárum, Minstu þess að frægð og fé Frjóvgast helst í tárum.

6. Lít eg fram á liðinn veg, Löng þar framtíð hvíl-ir, Þar sem aidan ógurleg Öllum löndum skýlir, Neðst við fjaila blasir brún Bjarta stjörnurósin, og í glampa geislar hún Gegnum norðurljósin.

Benedikt Gröndal.

13. Minni íslands.

Lag: Danagrund.

1. Feðra vorra fósturláð Faldið jökli köldum, Sem hið forna girðir gráð Grimmum sollið öldum. í faðmi þínum fyrstu stund Vér fengum lífs að þreyja; Þar viljum sofna síðsta blund Og síðsta stríðið heyja.

2. Fyr þig bygði, fanna láð, Flokkurinn hreysti-mildi Og þá fyrir frelsi og dáð Fögrum hélstu skildi. Gretti hetju gafstu móð, Gunnars varstu móðir, Þeirra heilagt hjartablóð Hné á þínar slóðir.

3. Víst í rústum alt eins enn Aldinn lifir neisti, Enn þá hafa ungir menn Ást á dygð og hreysti; Svo