Blaðsíða:Íslensk Söngbók.djvu/34

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur ekki verið prófarkalesin

20

Dýrust mynd í sona sál, Sem í hjörtum tendrar bál, Heitt sem þínar Hekluglóðir! Vér lútum þér með lotn-ing, Vér lútum þér, Norðurhafs drotning! Vér elskum þig með fossum og fjöllum, Já, fannbungum, hraunum og jöklunum öllum, Því þú ert vor móðir, vort minn-ingaland. Móðir og minningaland!

2. Héðins, Grettis fósturfold, Fóstran Kjartans, Gunnars móðir, Arasonar móðurmold ! Margrar hetju blóð og hold Geyma þínar göfgu slóðir. Vér lútum þér með lotning, Vér lútum þér, fornkappadrotning ! Vér elskum þig með fossum og fjöllum Og fornaldarminn-um og köppunum öllum ; Því þu varst þeim móðir, vort minningaland. Móðir og minningaland !

3. Auðgast sögu og sagnaland, Sæmund þú á brjóst-um fæddir ; Ara og Snorra ættarland, Espólíns og Sturlu land, Þú, sem heim um fornöld fræddir! Vér lútum þér með lotning, Vér lútum þér, sagnanna drotn-ing! Vér elskum þig með fossum og fjöllum Og fortíð-arminnum og sögunum öllum ; Því þú varst þeim móð-ir vort minningaland ; Móðir og minningaland.

4. Eddu' og skálda óðalslóð, Arnórs ljóð þú málsnild gæddir ; Þú átt Sighvats, Egils óð, Eysteins, Hall-gríms sólarljóð, Bjarna og Jónas báða fæddir ! Vér lút-um þér með lotning, Vér lútum þér, skáldanna drotn-ing! Vér elskum þig með fossum og fjöllum Og forn-skálda kvæðum og ljóðunum öllum; Því þú varst þeim móðir, vort minningaland. Móðir og minningaland.

5. Lagaspeki' og frelsisfold, Fim þér reyndist Úlf-ljóts tunga; Njáls og Gellis móðurmold, Móðir Þor-