slíkur unglingur sem þú ert, skuli alltaf sitja í kvennastofu. Gakktu því
til herbergis þíns og gerðu þig maklegan þeirrar sæmdar,að setjast
föður þíns síðar meir." Persamærin fagra hafði ekki laugað sig allan þann
tíma. sem hún var á leiðinni, og lét því kona vezírsins fimm dögum eftir
að hún var komin heita handa henni bað, er þar var í húsinu. Lét hún
hana því næst fara til baðherbergisins ásamt nokkrum ambáttum sínum;
skipaði hún þeim að þjóna henni eins og drottningu sinni og færa hana
í skrautlegan klæðnað, er hún hafði látið gera handa henni. Hafði hún
látið vanda hann mjög, því hún vildi þóknast manni sínum og sýna honum, hversu annt henni væri um allt það, er honum féll vel í geð. En er
Persamærin kom úr baðinu, var hún þúsund sinnum fegri en þegar Kakan sá hana fyrst; gekk hún að konu hans, kyssti kurteislega á hönd hennar og mælti: „Ég veit ekki, hvernig ég kem yður fyrir sjónir í klæðnaði
þessum, sem þér hafið gera látið handa mér af góðsemd yðvarri. Ambáttir
yðar hafa fullyrt, að hann fari mér vel, og sagt, að þær þekktu mig ekki
aftur, en það er auðvitað, að það er smjaður, og því vil ég gefa mig undir
yðar dóm. En þó þær kynnu að hafa sagt satt, þá á ég það yður að þakka,
að ég hef búizt um.“ Varð kona Kakans glöð við og mælti: „Dóttir sæl!
Þú skalt ekki ætla, að ambáttir mínar hafi smjaðrað fyrir þér. Ég hef betra
skynbragð á því en þær, og þó ég ekki fái mér til orða, hvað aðdáanlega
þessi búningur fer þér, þá verð ég að segja, að þú ert nú sjálf svo miklu
fegri, en áður er þú kemur úr baðinu, að ég þekki þig varla aftur. En
ef ég annars vissi, að baðið væri gott enn þá, skyldi ég sjálf baðast;
ég er nú komin á þann aldur, að þörf gerist á því oftar en fyrrum.“ Svaraði þá Persamærin fagra: „Lafði mín! Þessu óverðskuldaða lofi fæ ég engu
svarað, en af baðinu er það að segja, að það er ágætt, og megið þér ekki
hafa af yður tímann, ef þér ætlið að nota það. Ambáttir yðar munu segja
sama og ég.“ Hafði kona vezírsins ekki tekið laugar í marga daga og vildi
því nota tækifærið; skipaði hún ambáttum sínum að ganga til baðherbergis með allt það, er til baðsins þurfti. Persamærin fagra gekk aftur til herbergis síns, en áður en kona Kakans gengi til baðherbergisins, skipaði hún
tveimur litlum ambáttum að vera hjá henni og hleypa Núreddín ekki inn
til hennar, ef hann skyldi koma. Enda varð sú raunin á, að hann kom
meðan móðir hans var í baði, og er hann fann hana ekki í herbergi sínu,
gekk hann til herbergis Persameyjarinnar. Sögðu báðar litlu ambáttirnar
honum, hvar þær voru, móðir hans og Persamærin, og að móðir hans
hefði sagt, að hann mætti ekki koma til hennar. En nú var ekki nema
Blaðsíða:Þúsund og ein nótt (bindi 2).pdf/15
Jump to navigation
Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin
7
