Blaðsíða:Þúsund og ein nótt (bindi 2).pdf/22

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur ekki verið prófarkalesin

aflað sér orðstirs með nízku sinni, eða rausnarmann, sem dó af rausn smm? Og það segi ég þér, að meðan þú hefur nóg milli handa til miðdegisverðar míns, þá máttu ekki ónáða mig með áhyggjum fyrir kvöldverðinum." Hneigði ráðsmaðurinn sig þá djúpt og gekk á burt en Núreddín eyddi og sóaði fé sínu eins og fyrri. Leið svo eitt ár, en eiiin dag er hann sat til borðs með félögum sínum, var barið á dyr og stóð Núreddín sjálfur upp til að sjá, hver kominn væri, því hann hafði sent alla þræla sína burt og lokað að sér og vinum sínum, svo að þeir hefðu því betra næði. En er hann lauk upp, sá hann ráðsmann sinn og gekk út til að heyra erindi hans: fór einn af gestunum á eftir honum og faldi sig að hurðar baki.

Varð Núreddín þá sem steini lostinn og hengdi niður höfuðið

„Herral“ mælti ráðsmaðurinn, „ég bið yður fyrir alla muni að fyrirgefa mér, ef ég trufla yður, þegar hæst stendur á skemmtun yðvarri, en mér virtist það, sem ég nú verð að segja yður, svo áríðandi, að mér þótti óráð legt að fresta því. Það er komið svo fyrir yður sem ég sagði yður fyrir. Skuluð þér nú vita, að ég hef ekki svo mikið sem einn pening eftir af fé yðru, og er hér nú reikningur yfir útgjöldin og það, sem ég hef haft til að spila úr. Svo eru og aðrar eigur yðar uppgengnar: hafa leiguliðar yðar sannað mér. að skuldakröfur yðar eru seldar öðrum í hendur, og get ég því ekki gengið eftir skuldum hjá þeim ( yðar nafni. Nú ef þér viljið að ég verði lengur í vist hjá yður, þá vísið mér á nýjar tekjur, eða leyfið mér annarskostar að ráðast burt úr þjónustu yðar.“ Varð Núreddín þá sem steini lostinn og hengdi niður höfuðið, varð honum ekki annað til svar:—. en að hann hafði upp orð þessi: „Hvergi er vald né mátt 14

14