Blaðsíða:Þúsund og ein nótt (bindi 2).pdf/526

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur ekki verið prófarkalesin

feðra sinna, til að líta eftir háttum manna í borginni. Á leiðinni varð hann svangur, og gekk hann því inn til brauðkollubakara nokkurs. Var honum fylgt í herbergi innar af búðinni, sem ljómaði af allskonar skrauti og við höfn, og tyllti hann sér þar niður á hvílbeð einn. En í sama vetfangi kipptist beðurinn undan honum, og sökk hann niður í djúpan kjallara. þar inn svo mikla birtu gegnum smugu eina þrönga, að Mamúd gat séð lík margra manna, er húsráðandinn hafði drepið. Varð honum felmt við, en lét samt ekki hugfallast, og er maður nokkur illilegur óð að honum með brugðið sverð, og skipaði honum að búast við dauða sínum og lesa bænir sínar, þá sagði Mamúd: „Þér munuð geta séð á mér, að ég er fátækur munkur; ég hef ekkert fémætt á mér, og hvaða akkur getur yður verið í því að drepa örsnauðan húsgang? En ef þér látið mig halda lífi, -þá get ég aflað yður mikils fjár með iðn einni, sem ég kann. Færið mér marglitt silki og ull, og skal ég þá vinna fyrir yður alla ævi, en þér þurfið ekki annað en að selja hannyrðir mínar, og getið þér grætt á þeim ógrynni peninga.“

Illmennið tældist af ágimdinni, og færði munkinum það, er hann hafði um beðið, en hótaði að lífláta hann með herfilegum dauðdaga, ef hann sviki sig. Settist'Mamúd því næst við Vinnu sína, og óf á stuttum tíma ábreiðu, sem ljómaði af glitfögrum rósum. Sagði hann þá við bakarann: „Þessa gersemi hefur enginn efni á að kaupa, nema stórvezírinn; látið hana ekki fyrir minna en fimmtíu gullpeninga.“

Bakarinn réði sér ekki fyrir fögnuði, er hann hafði veitt svo vel, en ekki varð sá fögnuður langvinnur. Mamúd hafði ofið Selam[1] ábreiðuna, og fór þrælmennið með hana til hallarinnar næsta dag. Kvaðst hann vera kominn með dýrindis ábreiðu, sem hann vildi selja stórvezírnum, og var hann þá leiddur á hans fund. Brá stórvezírnum í brún, er hann las á ábreiðunní, hvað hent hafði soldán; vissi enginn, hvað orðið var af honum, og voru menn því afar hugsjúkir í höllinni. Benti vezírinn þá fjórum þrælum, og réðust þeir á bakarann; hnikkti honum við, og skaut þó enn meiri skelk í bringu, er vezírinn sagði honum, hvernig farið hafði fyrir soldáni. Var ódáðamaðurinn hnepptur í fjötra, en lýðurinn þusti saman til að frelsa konung sinn, og reif húsið niður til grunna. En er Mamúd var svo heppilega sl'oppinn úr háska þessum, þá lagði hann þunga refsingu á mannfýlu þá, er hann átti svo grátt að gjalda.

  1. Minntist Selam er vísbending um eitthvað í róssinni
518