Blaðsíða:Aðils - Nýji sáttmáli. - Gamli sáttmáli.djvu/7

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið staðfest


Þegar íslendingar laust fyrir miðja siðastliðna öld vöknuðu til fullrar meðvitundar um þjóðerni sitt, vaknaði hjá þeim um leið innileg þrá eftir stjórnarfarslegu sjálfstæði. Forvigismenn þjóðarinnar töldu það eitt af aðalskilyrðunum fyrir þrifnaði og velgengni hennar, að hún yrði sjálfri sér ráðandi í öllum innanlandsmálum, eins og hún hafði verið að lögum endur fyrir löngu. Nú vita það allir menn, að það sem mest á riður í hverri baráttu, er að gera sér ljósa grein fyrir kröfum þeim, sem barist er fyrir, að setja sér skýrt mark til að keppa eftir, því við það eykst þrótturinn og sjálfsmeðvitundin. Þetta viðurkendi og Jón Sigurðsson, foringi og leiðtogi íslendinga í stjórnmálabaráttunni, og markið, sem hann setti þjóð sinni, var það, að ná aftur þeim fornu landsréttindum, sem íslendingar höfðu áskilið sér í »Gamla sáttmála«, er þeir gengu Noregskonungi á hönd 1262—64. Frá þessari stefnu vék hann aldrei meðan hann lifði, og frá þessari stefnu hefir aldrei verið vikið í aðalatriðunum upp frá þeim tíma. Hvað sem annars hefir á milli borið, þá hefir það lengst af vakað fyrir öllum mönnum, sem fylgt hafa fram sjálfstæðiskröfum Íslands, að takmarkið, sem Íslendingar ættu að keppa að í stjórnmálabaráttunni við Dani, væri réttargrundvöllur sá, er felst í »Gamla sáttmóla«. Tækist að fá þeim kröfum framgengt, þá þótti með því íslendingum trygt það frelsi og sjálístæði, er þeir ættu fornan rétt til.

Hér skal þá í stuttu máli gerð grein fyrir, hver réttur Íslendingum er áskilinn í »Gamla sáttmála«, því þetta skjal ber að réttu lagi að skoða sem forn grundvallarlög um stöðu Íslands í sambandinu við Noreg.

Með »Gamla sáttmála« er íslendingum trygt fult og óskorað sjálfstæði í öllum innanlandsmálum og alþingi Íslendinga fult löggjafarvald í öllum slíkum málum án afskifta eða íhlutunar frá nokkurs manns hendi nema konungs eins. — Íslendingum er trygt hið æðsta dómsvald í öllum málum sínum, nema að því leyti, er alþingi kynni að dæma eitthvert mál á konungsvald. — Íslendingum er trygt fult jafnrjetti við Norðmenn í öllum greinum, og því heitið, að stjórnarvöldin á Íslandi skuli jafnan fengin íslenzkum mönnum í hendur.

Þetta er aðalinntak »Gamla sáttmála« að því er til sérmálanna kemur. Eftir þessu er þá ísland