Blaðsíða:Aðils - Nýji sáttmáli. - Gamli sáttmáli.djvu/9

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið staðfest

5

Samningurinn er á latínu og hefir því eigi verið lagður fyrir alþingi íslendinga.

Svo mætti lengi halda áfram, en þetta nægir til að sýna, að afskifti konungs af þessum málum verða eigi skoðuð sem gjörræði, heldur fullheimil. Þetta eru mál, sem algerlega eru á valdi konungs og hann getur skipað til um og hagað eftir vild sinni. Því er hvað eftir annað mótmælt, að konungur hafi nokkurn rétt til að skipa fyrir um innanlandsmál án samþykkis landsmanna, en hinu aldrei. Og það er hinsvegar eigi kunnugt, að alþingi Íslendinga hafi á þessum tímum nokkru sinni skipað til um utanríkismál að sínu leyti.

Nánar ákveðið er þá réttarstaða Íslands eftir »Gamla sáttmála« þessi: Ísland er frjálst sambandsland Noregs, og Íslendingum er áskilið fullveldi í öllum sérmálum sínum, en konungi í utanríkismálum.

Þetta er sá réttargrundvöllur, sem Íslendingar hafa jafnan staðið á í stjórnmálabaráttu sinni við Dani frá því á dögum Jóns Sigurðssonar. Að fá þessum kröfum framgengt, að fá afstöðu Íslands til Danmerkur kipt í þetta horf, hefir sífelt vakar fyrir Íslendingum sem hin heitasta þjóðarósk. Um það hafa þeir meun orðið á eitt sáttir, er drengilegasta framgöngu hafa sýnt í hinni löngu stjórnmálabaráttu vorri.

Þessari þjóðarósk er nú fullnægt, þessu takmarki er náð með samningi þeim, er nú liggur fyrir. Því verður eigi á móti mælt hvernig sem að er farið og út úr er snúið, að réttarstaða vor eftir hinum nýja sáttmála, verður alveg nákvæmlega hin sama í öllum grundvallaratriðum og hún var eftir »Gamla sáttmála«. — og þó nokkuð frekar oss í vil. Þetta skal nú sýnt fram á með nokkrum rökum.

Samkvæmt hinum nýja sáttmála er ætlast til, að Ísland verði »frjálst og sjálfstætt land, er eigi verður af hendi látið«. Það fær full og óskert umráð yfir sérmálum sínum öllum, innanlandsmálunum, án nokkurra afskifta eða íhlutunar af Dana hálfu. Vér getum sjálfir skipað til um þau á hvern veg sem vér viljum og borið þau upp fyrir konungi á hvern þann hátt, er oss þóknast. Þau eru með öllu losuð undan áhrifum og afskiftum Dana, og ríkisráðstengslin slitin, haftið gamla, tjóðurbandið, sem verið hefir á sjálfstæði voru hingað til. Með þessu er aðalskilyrðinu fullnægt og réttarstöðu landsins kipt í það horf, er »Gamli sáttmáli« til skilur.

Sameiginleg mál Danmerkur og Íslands verða konungur og þau mál önnur, er báðir aðilar verða ásáttir um í þessum samningi, og eru þau síðan talin upp. En Íslendingum er áskilinn réttur til að segja þeim öllum lausum eftir 35 ár hér frá, ef þeim svo þóknast, nema utanríkismálum og hervörnum. Bæði þau mál fylgja konungi persónulega. Um hermálin