Blaðsíða:Alþjóðasáttmáli um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi.pdf/4

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið staðfest

4 Nr. 10 1979 Lagasafn (útgáfa 140b) – Íslensk lög 11. september 2012

2. Fullgilda skal samning þennan. Fullgildingarskjöl skal afhenda hjá aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til varðveislu.
3. Samningur þessi skal liggja frammi til aðildar fyrir hvert það ríki sem vikið er að í 1. mgr. þessarar greinar.
4. Aðild skal öðlast gildi með því að aðildarskjal er afhent aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til varðveislu.
5. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skal tilkynna öllum þeim ríkjum sem undirritað hafa þennan samning eða gerst aðilar að honum um afhendingu sérhvers fullgildingar- eða aðildarskjals.

27. gr.

1. Samningur þessi skal öðlast gildi þremur mánuðum eftir þann dag sem þrítugasta og fimmta fullgildingar- eða aðildarskjalið er afhent aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til varðveislu.
2. Nú fullgildir ríki samning þennan eða gerist aðili að honum eftir afhendingu þrítugasta og fimmta fullgildingareða aðildarskjalsins til varðveislu og skal þá þessi samningur öðlast gildi gagnvart því ríki þremur mánuðum eftir þann dag sem það afhendir sitt eigið fullgildingar- eða aðildarskjal til varðveislu.

28. gr.

Ákvæði samnings þessa skulu ná til allra hluta sambandsríkja án nokkurra takmarkana eða undantekninga.

29. gr.

1. Hvert það ríki sem aðili er að samningi þessum má bera fram breytingartillögu og fá hana skráða hjá aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Aðalframkvæmdastjórinn skal þá koma frambornum breytingartillögum til ríkja sem aðilar eru að samningi þessum ásamt tilmælum um að þau tilkynni honum hvort þau séu því hlynnt að haldin verði ráðstefna aðildarríkjanna til þess að athuga og greiða atkvæði um tillögurnar. Ef að minnsta kosti einn þriðji aðildarríkjanna er hlynntur slíkri ráðstefnu skal aðalframkvæmdastjórinn kalla saman ráðstefnuna undir umsjá Sameinuðu þjóðanna. Sérhver breytingartillaga sem samþykkt er af meiri hluta þeirra aðildarríkja sem viðstödd eru og greiða atkvæði á ráðstefnunni skal lögð fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til samþykktar.
2. Breytingartillögur skulu öðlast gildi þegar þær hafa verið samþykktar af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og af tveimur þriðju hlutum ríkja þeirra sem aðilar eru að samningi þessum í samræmi við stjórnskipunarhætti þeirra hvers um sig.
3. Þegar breytingartillögur öðlast gildi skulu þær vera bindandi fyrir þau aðildarríki sem hafa samþykkt þær, en önnur aðildarríki skulu áfram bundin af ákvæðum þessa samnings og sérhverri fyrri breytingartillögu sem þau hafa samþykkt.

30. gr.

Án tillits til tilkynninga samkvæmt 5. mgr. 26. gr. skal aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna tilkynna öllum þeim ríkjum sem vikið er að í 1. mgr. þeirrar greinar um eftirfarandi atriði:

(a) undirskriftir, fullgildingar og aðildir samkvæmt 26. gr.;
(b) gildistökudag þessa samnings samkvæmt 27. gr. og gildistökudag sérhverra breytingartillagna samkvæmt 29. gr.

31. gr.

1. Samningi þessum skal komið til varðveislu í skjalasafni Sameinuðu þjóðanna og eru textarnir á kínversku, ensku, frönsku, rússnesku og spönsku jafngildir.
2. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skal senda öllum þeim ríkjum sem vikið er að í 26. gr. staðfest afrit samnings þessa.