Blaðsíða:Alþjóðasamningur um borgararleg og stjórnmálaleg réttindi.pdf/6

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið staðfest

6 Nr. 10 1979 Lagasafn (útgáfa 140b) – Íslensk lög 11. september 2012

ekki hafa áhrif á athugun á máli sem greinir í orðsendingu sem þegar hefur verið komið á framfæri samkvæmt þessari grein; engar frekari orðsendingar neins aðildarríkis skulu mótteknar eftir að aðalframkvæmdastjórinn hefur móttekið tilkynningu um afturköllun nema viðkomandi aðildarríki hafi gefið nýja yfirlýsingu.

42. gr.

1. (a) Nú er mál sem vísað er til nefndarinnar í samræmi við 41. gr. ekki leyst svo hlutaðeigandi aðildarríkjum þyki fullnægjandi og má þá nefndin, að fengnu samþykki hlutaðeigandi ríkja, skipa sérstaka sáttanefnd (hér á eftir kölluð sáttanefndin). Sáttanefndin skal veita hlutaðeigandi ríkjum liðsinni sitt af fremsta megni með það fyrir augum að komast að vinsamlegri lausn í málinu, byggðri á virðingu fyrir samningi þessum;
(b) Sáttanefndin skal skipuð fimm mönnum sem aðildarríkin sem í hlut eiga fallast á. Hafi hlutaðeigandi aðildarríki ekki komist að samkomulagi innan þriggja mánaða um skipan allrar eða hluta sáttanefndarinnar skulu þeir sáttanefndarmenn sem ekki hefur náðst samkomulag um kosnir af mannréttindanefndinni úr hennar hópi leynilegri kosningu með tveimur þriðju hlutum atkvæða.
2. Sáttanefndarmenn skulu starfa sem einstaklingar. Þeir skulu ekki vera þegnar þeirra aðildarríkja sem í hlut eiga, né ríkis sem ekki er aðili að samningi þessum, né aðildarríkis sem ekki hefur gefið yfirlýsingu samkvæmt 41. gr.
3. Sáttanefndin skal sjálf kjósa sér formann og setja sér sín eigin fundarsköp.
4. Fundir sáttanefndarinnar skulu að jafnaði haldnir í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna eða í skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf. Þó má halda þá á öðrum hentugum stöðum sem sáttanefndin kann að ákveða í samráði við aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og hlutaðeigandi aðildarríki.
5. Skrifstofa sú sem gert er ráð fyrir í 36. gr. skal einnig starfa fyrir sáttanefndir þær sem skipaðar eru samkvæmt þessari grein.
6. Upplýsingar sem mannréttindanefndin hefur móttekið og safnað saman skulu vera sáttanefndinni til reiðu og má sáttanefndin skora á ríkin sem í hlut eiga að láta í té allar aðrar upplýsingar sem máli skipta.
7. Þegar sáttanefndin hefur athugað málið til hlítar, þó alls ekki síðar en tólf mánuðum eftir að hafa fengið málið til meðferðar, skal hún leggja fyrir formann nefndarinnar skýrslu sem koma skal á framfæri við hlutaðeigandi aðildarríki:
(a) Geti sáttanefndin ekki lokið athugun sinni á málinu innan tólf mánaða skal hún einskorða skýrslu sína við stutta greinargerð um hve langt athugunin hefur náð;
(b) Hafi vinsamleg lausn málsins náðst á grundvelli virðingar fyrir mannréttindum eins og þau eru viðurkennd í samningi þessum skal sáttanefndin einskorða skýrslu sína við stutta greinargerð um staðreyndirnar og þá lausn sem náðst hefur;
(c) Náist ekki lausn samkvæmt ákvæðum málsliðar (b) skal í skýrslu sáttanefndarinnar greint frá því sem nefndin hefur orðið áskynja varðandi hvers kyns staðreyndir er snerta ágreiningsmál hlutaðeigandi aðildarríkja og áliti hennar á möguleikum til vinsamlegrar lausnar málsins. Skýrsla þessi skal ennfremur hafa að geyma þau skriflegu gögn sem lögð voru fram af hlutaðeigandi aðildarríkjum svo og bókanir um það sem munnlega kom fram af þeirra hálfu;
(d) Sé skýrsla sáttanefndarinnar lögð fyrir eins og greinir í málslið (c) skulu aðildarríki þau sem í hlut eiga tilkynna formanni nefndarinnar innan þriggja mánaða frá móttöku skýrslunnar hvort þau fallist á efni skýrslu sáttanefndarinnar eða ekki.
8. Ákvæði þessarar greinar skulu ekki hafa áhrif á ábyrgð mannréttindanefndarinnar samkvæmt 41. gr.
9. Aðildarríki þau sem í hlut eiga skulu bera að jöfnu allan kostnað sáttanefndarmannanna samræmi við útreikning sem aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lætur í té.
10. Aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna skal heimilt að greiða kostnað sáttanefndarmannanna, ef nauðsyn krefur, áður en endurgreiðsla af hálfu hlutaðeigandi aðildarríkja er innt af hendi í samræmi við 9. mgr. þessarar greinar.

43. gr.

Þeir sem sæti eiga í mannréttindanefndinni og sérstökum sáttanefndum sem skipaðar kunna að vera samkvæmt 42. gr. skulu eiga rétt á aðstöðu, sérréttindum og griðhelgi sérfræðinga í erindagerðum fyrir Sameinuðu þjóðirnar svo sem ákveðið er í þeim köflum samnings um réttindi og griðhelgi Sameinuðu þjóðanna sem við eiga.

44. gr.

Ákvæði um framkvæmd samnings þessa skulu eigi hafa áhrif á neina þá meðferð sem mælt er fyrir um á sviði mannréttinda samkvæmt stofnskrá og samningum Sameinuðu þjóðanna og sérstofnananna og skulu ekki vera því til fyrirstöðu að ríki sem eru aðilar að samningi þessum leiti annarra úrræða til lausnar deilumáls í samræmi við almenna eða sérstaka alþjóðasamninga sem í gildi eru milli þeirra.

45. gr.

Nefndin skal leggja ársskýrslu um starfsemi sína fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fyrir milligöngu fjárhags- og félagsmálaráðsins.

V. hluti.

46. gr.

Ekkert ákvæði samnings þessa skal túlkað svo að það skerði ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna né ákvæði stofnskráa sérstofnananna sem skilgreina skyldur hinna ýmsu stofnana Sameinuðu þjóðanna og sérstofnananna með tilliti til málefna sem fjallað er um í samningi þessum.

47. gr.

Ekkert ákvæði samnings þessa skal túlkað svo að það skerði þann rétt sem öllum þjóðum ber til þess að njóta og hagnýta til fullnustu og óhindrað náttúruauðæfi sín og auðlindir.

VI. hluti.

48. gr.

1. Þessi samningur skal liggja frammi til undirskriftar fyrir öll þau ríki sem aðilar eru að Sameinuðu þjóðunum eða sérstofnunum þeirra, fyrir aðildarríki að samþykktum Alþjóðadómstólsins og fyrir sérhvert það ríki sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur boðið að gerast aðili að samningi þessum.
2. Fullgilda skal samning þennan. Fullgildingarskjöl skal afhenda aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til varðveislu.
3. Samningur þessi skal liggja frammi til aðildar fyrir hvert það ríki sem vikið er að í 1. mgr. þessarar greinar.
4. Aðild skal öðlast gildi með því að aðildarskjal er afhent aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
5. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skal tilkynna öllum þeim ríkjum sem undirritað hafa þennan samning eða gerst aðilar að honum um afhendingu sérhvers fullgildingar- eða aðildarskjals.

49. gr.

1. Samningur þessi skal öðlast gildi þremur mánuðum eftir þann dag sem þrítugasta og fimmta fullgildingar eða aðildarskjalið er afhent aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til varðveislu.
2. Nú fullgildir ríki samning þennan eða gerist aðili að