Blaðsíða:Alþjóðasamningur um borgararleg og stjórnmálaleg réttindi.pdf/9

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

Lagasafn (útgáfa 140b) – Íslensk lög 11. september 2012 Nr. 10 1979 9

3. Bókun þessi skal liggja frammi til aðildar fyrir hvert það ríki sem fullgilt hefur eða gerst aðili að samningnum.
4. Aðild skal öðlast gildi með því að aðildarskjal er afhent aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til varðveislu.
5. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skal tilkynna öllum þeim ríkjum sem undirritað hafa þessa bókun eða gerst aðilar að henni um afhendingu sérhvers fullgildingar- eða aðildarskjals.

8. gr.

1. Bókun þessi skal öðlast gildi þremur mánuðum eftir þann dag sem tíunda fullgildingar- eða aðildarskjalið er afhent aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til varðveislu.
2. Nú fullgildir ríki þessa bókun eða gerist aðili að henni eftir afhendingu tíunda fullgildingar- eða aðildarskjalsins til varðveislu og skal þá þessi bókun öðlast gildi gagnvart því ríki þremur mánuðum eftir þann dag sem það afhendir sitt eigið fullgildingar- eða aðildarskjal til varðveislu.

9. gr.

Ákvæði þessarar bókunar skulu ná til allra hluta sambandsríkja án nokkurra takmarkana eða undantekninga.

10. gr.

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skal tilkynna öllum þeim ríkjum sem vikið er að í 1. tölul. 48. gr. samningsins um eftirfarandi atriði:

(a) fyrirvara og tilkynningar samkvæmt 2. gr. bókunar þessarar,
(b) yfirlýsingar samkvæmt 4. eða 5. gr.,
(c) undirritanir, fullgildingar og aðildir samkvæmt 7. gr.,
(d) gildistökudag bókunar þessarar samkvæmt 8. gr.

11. gr.

1. Bókun þessari skal komið til varðveislu í skjalasafni Sameinuðu þjóðanna og eru textarnir á arabísku, kínversku, ensku, frönsku, rússnesku og spönsku jafngildir.
2. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skal senda öllum þeim ríkjum sem vikið er að í 48. gr. samningsins staðfest afrit bókunar þessarar.