Blaðsíða:Arnbjörg.pdf/10

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin


§. 7.

Þá er kona skynsöm, er hún hefir rétta þánka og meiníngar um alla sína skyldu, enn gód kona, ef at hún rækir skylduna þareptir, þegar hún veit og gjörir í hverju efni hvad vel sómir og hyggur at því, sem rómsælt er Phil. 4. 8. Athugasöm alvörugéfni, sem temprud er med ljúflyndi, sómir hússfreyu ágætis vel, enn hinni er allilla varid, sem annadhvert er kérskin eda fúllynd, lauslynd eda norn í skapi.

§. 8.

Skynsöm kona hyggur at Guds stjórn í heiminum og gætir þess, at Kóngur og hinir, sem Kóngs vald hafa í höndum, vaka yfir fridi lands og lýda, svo almenníngr megi lifa gódu og rólegu lífi í allri gudrækni og sidsemi, hún bidur því Gud fyrir Kónginum og ödrum yfirvöldum, hún heidrar þau og elskar og brýnir fyrir börnum sínum og hjúum þá sömu skyldu, hún styrkir bónda sinn í öllum greidslum og allri skyldu vid yfirbodara, at sú landstjórn, sem hún býr undir, megi farsællega vidhaldast í spekt og fridi.

§. 9.

Hyggin kona rækir og elskar almenníngs gagn, hún styrkir gjarnan og ljúflega til þess eflíngar, hún er bónda síns medhjálp í því at gjöra gód sveitar skil, og sjálf er hún sveitar bót, þar sem hún býr. Hún geymir þess vandlega, ad hennar ófullkomin og minni háttar skylda, sem bundin er vid stad, tíd og kríngumstædur, hindri ekki þá