Blaðsíða:Arnbjörg.pdf/11

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

fullkomnu skylduna, sem aldrei [má] synja og adrir meiga af henni krefja, því setur hún athöfnum sínum þær skordur, at aldrei fóttrodi hún Guds, kóngsins edr yfirvaldanna bod, aldrei brjóti hún í móti almenníngs gagni edr födurlandsins, þó þad væri henni ávinníngs von; Hún hýsir ekki íllrædismann eda leynir honum í kjærleiks skyni; hún géfur ekki göngumanni þann mat eda þad fat í gudsþakka nafni, sem börn og hjú svelta og kélur fyrir; ekki géfur hún þann peníng öreiganum í medaukanarskyni, sem hún á einann til ad greida í tekjur yfirvaldsins; hún lætur ei þíngbod falla fyrir þad, at grannkona hennar hefir þann dag bedid um mannslán til heyvinnu. — Samt er hún gudsþakkagjörn vid alla öreiga og greidvikin vid nábúa sína, hvar sem má þess orka og eingvir meinbugir hindra hana þarfrá.


§. 10.

Þad er gód heillastod, ad hafa góda nágranna, og þad verda flestir þegar þeir mæta gódu, því leitar þess skynsöm kona, at ná og rækja hylli granna og grannkvenna sinna. Hún heldur gódgranna skil um beit og önnur þvílík smá samskipti. Hún eydir, sem mest hún gétur, öllum nágranna krit, lídur ei fólki sínu baktal edur kvis, og vill ei heyra þad af hjúum granna sinna. I Sjúkdómi — eda húngri hjálpar hún þeim fyrr enn ödrum vandalausum útí frá. — Hún styrkir gagn þeirra, enn fordar þeim skada med allir alúd, hvar sem tilnær, helst þegar grannkonuna brestur einhver búþarfindi, til fædis, klæda