Blaðsíða:Arnbjörg.pdf/5

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

§. 3.

Trúin er ædri heldur enn óttinn, hann álítur Gud í öllum athöfnum fyrir sinn dómara, og hrædist því fyrir ad styggja hann med nokkurri synd, enn trúin álítur sig sæla undir hans stjórn. Hún gjörir sjálfrád, án kúgunar og þó med alvörugéfni, hans vilja, sem alleinn er gódur; hún hefir einann Gud sér at trúnadi[1]; sá trúnadur er svo ómissandi, at án hans gétur — engi madur gjört skyldu sína, eda æft þær dygdir, sem standi mann hæfir, svo Gudi megi hægt vera. Trúnadi og traust á Gudi er svo þarft þeim, sem manndygd vill sýna, sem aflsinar eru manni þeim, er burda þarf at neyta. Hvadan kémur manni djörfúng fyrir Gudi og mönnum, nær madr vandtreystir alvitsku Guds, mætti hans og gódgirni, at vita

  1. Høfundurinn virðist hér að setja trú og Guðsótta hvørt ámóti øðru, og að telja það Guðs ótta, sem kémur af skoðun Guðs hegnanda réttlætis, en ekki þá viðleitni, sem góðu barni er svo eiginleg að styggja ekki góðan føður, en gjøra honum allt til gédþekni, hvaðan svo trúaðartraustið sprettur. Það er hvørttveggja að orðið trú hefir margar merkingar í andlegu máli og margur mun fá orð þetta viðhafa, sem ekki bindur við það neina honum sjálfum, enn síður øðrum, geinilega hugmind, enda virðist sem høfundurinn gjøri hér trú og trúnað eða trúnaðartraust á Guði að einu og því sama, hvað og vel má standast í víssum skilníngi orðsins trú, en ekki ætla eg trú þá geti kallast æðri enn Guðs óttin, sem af réttum røfum er sprottin. S.