Blaðsíða:Arnbjörg.pdf/54

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

76

og því íslendska þarf meira, af því þad er daufara hvert um sig. Þad saltad smjør sem hér innanlands eydist á vetri, þarf minna at saltast, síst ef ekki geymist fram á annnad sumar.

§ 53.

Súrt smjør hefir brúkad verid til feitmetis hér í landi frá alda ødli, já, frá Íslands byggíng, og hefir sú atferd mikid styrkt búsældir landsmanna, ámedan efni voru meiri enn nú, því at

    id Hvad mikid þurfi af saltinu mun réttilega tilgreint af høfundinum, þó med því móti ad honum sé hlýdt til þess ad melja þad sem best ádur. — Þad er og sérílagi athugandi, sem hann hér á undan tilgreinir um gód ílát, ad hvørki séu af greni, furu, edur þeim er brennuvín hefur stadid á. — Þegar Arnbjørg á ad salta smjør til sølu, þá á hún ad gánga svo vel og hreinlega frá því sem hún gétur, med því móti verda bædi fleiri sem eptir því sækja, og líka betur borgad; En þá liggur líka á því, ad Atli — bóndi hennar, hafi gód ílát ad fá henni, og verdur hann í byrjun búskapar ad hafa hugsad fyrir þessu, því uppí sveitum er ei svo hægt ad fá gód ílát, ef ei er í tíma hugsad fyrir því, og á helst ad brúka sømu ílátin undir hvad eina, ár eptir ár. — Arnbjørg varist þann sid, sem vida [vída?] týdkast, ad geyma salt í eldhúsi í poka fyrir ofan eldstó, edur ødruvísi; af sótinu og reiknum, sem festist í saltinu, kémur óbragd í smjørid. — Salt mun mega geyma, svo ei renni, ef þad er þar sem eingi ilur gétur ad því komist, svo sem úrí skémmu, en ei þar sem ilur og kuldi mætist edur skiptist til. Th.