Blaðsíða:Arnbjörg.pdf/56

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

78

þarf góða rækt, at ei skémmist né maðki til vetrar, hafa búkonur til þess ýmsa útvegi, sem þeim duga øllum, sem vel og opt aðgæta. Vel þurr leir, og smátt mulin síðan, er líklegt sé góður þar til, helst sá rauði eða bleiki eða græni; hann ver ormum, því þeir fælast hann.[1] Sama mjólk, sem géfur skyr, géfur líka drykk eða misu, sem verður at sýru, þegar gángur kémur þarí. Þessi løgur blandast hér með vatni, og er þá hversdags drykkur hjús. Það sem sagt var um súrt smjør, má um skyr og sýru segja, at alt þetta verðr því betra, sem það er meira saman í stærri ílátum. Skyr og sýra geymist ó-

  1. Ég veit ekki hvørt sú aðgerð sem høfundurinn getur um er nú algeing hér í landi. - Hvør búkona heldur því sem reynslan hefur kénnt henni að vera áreiðanlegt. - Enn víða mun tíðkast að leggja lag af tólg eður floti ofaná skirtunnur - enn við að er athugandi, að áður fé øll ólga úr skyrinu og að farðaskán sem sest á, meðan ólgan varir, sé rifin ofanaf, áður en tólgin er brædd yfir, og þó má eptirá hafa jafnaðarlega gjætur á, hvørt tólgin spríngi frá børmunum, sem áliggur að séu sem þurrastir þegar bræðt er; en spríngi frá og loptið komist að, er viss von á ormum. - Þessvegna hefur Urnbjørg mín sagt mér, að henni hefði reynst best að taka mjúkhnoðað og velsaltað smjör og ðrepa sem þéttast ofaná skyr. Því smjørið springi síður enn tólgin, og þegarþað smjør sé hnoðað upp aptur, sé litlum mun lakara en hvørr annað saltað smjør, enn því betur sé bæði fyrir skyrið og smjørið sjálft sem þykkara sé lagið. Th.