Blaðsíða:Arnbjörg.pdf/6

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

naudsyn manna, kunna og vilja hjálpa? Hvernin má hússmódir hugga bónda sinn í sorgum og áhyggju, eda hjú sín og vini í sjúkleika og ödrum vandrædum, nema hún hafi sjálf athvarf til Guds, og viti, hvers hún má af hönum vænta? Þegar hún veit á hvern hún trúir, fær hún med því Guds traust, úrrædi og skörúngskap í hverri þraut og í öllum ödrum atburdum.[1]

  1. Mér virðist sem høfundurinn í tveimur undangángandi §§. taki orðið "Guðs ótti" einsog "ótta fyrir Guði" og vilji með því tákna hina óæðri trøppu ráðgendninnar, sem er í því fólgin að hræðast fllt, edur láta óttan fyrir Gudi, einsog dómara, aptra sér frá því, án þess að gjøra hið góða af lyst til þess aður af elsku á því. Þenna ótta kallar hann upphaf viskunnar, af því hann geingur á undan elskunni til hins góða - menn þurfa fyrst að þekkja og varast illt, áður menn fái elskað hið góða; - þessvegna kénna menn børnum, þá þau eru komin til skilníngs, fyrst af øllu Boðorðin og koma, með aga, áminníngum og aðvørunum, inn hjá þeim ótta fyrir hinu illa, svo þau læri að fá andstygð á því og forðast það. - Ottinn er upphaf eður byrjun vitskunnar. En þá fullkomnu ráðvendni eður guðrækni kallar høfundurinn "trú" - máské hefði manni þótt viðfeldara að hann hefði brúkað orðið "elsku" af því elskan er gagnfærð óttanum, og það er einkénni hins algjørða kristna, að hefja sig smámsaman yfir allan ótta, svo hann ei einúngis fordist íllt af ótta fyrir hegningu, álasi, eður øðru þessháttar, heldur líka rækji það sem gott er, af elsku til þess eður Guðs; - en høfundurinn getur fært það til hins