Blaðsíða:Arnbjörg.pdf/64

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

86

því þá fýnir sig best hennar viðkvæma og meaumkunarsama hjartalag, og þá reynist, hvert hún svarar til nafns síns, at hún sé húsmóðir. Hún lætur hið sjúka hjú fá alla athúkren, ønnustu og hægð, sem hún hefur færi á, leitar því lækninga ef kostur er, huggar það og áminnir með orðum, velur því hollasta mat, þegar það fær neytt hans, og leggur alúð við þess apturbata.

§. 66.

Hver øld hefir mörg ár og hvert ár hefir marga daga, þó koma fleyri mál enn dagar; árs gædska og hallæri er hverttveggja í hendi vors Skapara. Seint er þá at taka til ørþrifs ráða, þegar hallærið hefir eydt øllum efnum, hafi menn ekki búist við því fyrifram. Forsjál kona safnar byrgðum i góðu ári, þeim sem vel má geyma og hyrðir vel um þær, enn þegar hún sér á árgángi, at dýrtíð sé fyrir höndum, hvert heldur brestur fiskur ellegar grasnyt, þá safnar hún og nýtir alt það á sumri, sem soltinn magi má eira við á þeim lánga vetri vorum íslendínga, og það jafnvel þó hún sjái faung sín ríflega hrökkva húsi hennar til framfæris, því eitt þennar sárasta bøl er það, at sjá húngraðann mann, og géta ei sadt hann, enn í hørðu ári sjá menn marga slíka fyrir dyrum og frétta opt til ei færri, sem þola húngur þeima með konu og börnum, er naumlega haldast við hús.

§. 67.

Hér má og nefna nokkuð af því, sem óþrífnir