Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/101

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

4

Kristni saga.

BISKUPA SÖGUR.

vetra ok vij vetr, þá hafði Þorkell máni lögsögu, en þersir voru þá stærstir höfðíngjar á landinu: Eyjólfr Valgerðarsun norðr, ok Víga-Glúmr, Arnórr kerlíngarnef, Þorvarðr[1] Spakböðvarssun ok þeir Starri bræðr[2] í Guðdölum, Þorkell krafla í Vatnsdal; — en vestr voru þá: Ari Márssun, Ásgeirr Knattársun, Eyjólfr grái, Gestr hinn spaki, Ólafr pái, Víga-Styrr; Snorri goði var xviij vetra ok hafði tekit við búi at Hœlgafjalli; þorsteinn Egilssun, Illugi hinn rauði; — ok suðr[3]: Þorkell máni ok Þóroddr goði, Gizurr hinn hvíti, Ásgrímr Elliðagrímssun, Hjalti Skeggjasun, Valgarðr at Hofi, Runólfr Úlfssun, ok synir Örnólfs í Skógum[4]; en austr: synir Þórðar Freysgoða[5], Síðu-Hallr, Hœlgi Ásbjarnarsun, Víga-Bjarni ok Geitir.

Svá er sagt, er þeir biskup ok Þorvaldr fóru um Norðlendínga fjórðúng, ok talaði Þorvaldr trú fyri mönnum, þvíat

  1. nafn þetta er óvart fellt úr í B, og þar eptir í útgáfunum, en með því verðr Arnórr kerlíngarnef, sem var sonarson Höfða-þórðar, látinn vera sonr Spak-Böðvars, sem er öldúngis rángt. Þorvarðr Spakböðvarsson, sem fyrstr lèt byggja kirkju á Íslandi, var ættstórr maðr (Landnámabók m, 9).
  2. B og útgáfurnar hafa „bróðir”, en það getr ekki verið rètt mál, og er án efa komið af því, að síra Jón Erlendsson hefir lesið rángt skinnbókina; á öðrum stöðum hefir fundizt, að þar sem hann hefir lesið „bróðir” hefir staðið „b.” og átt að lesa „bóndi”, samt er það ekki viðkunnanlegt að lesa svo hér, og er líklegra að lesa „þeir Starri bræðr”, þ. e. Hólmgaungu-Starri og þeir bræðr hans: Þorkell, Hróaldr og Þorgeirr, synir Eireks í Goðdölum landnámamanns, sbr. Landn. iii, 7.
  3. þetta orð vantar bæði í B og í útgáfurnar; þó er auðsætt að það þarf að vera.
  4. Um þenna Örnólf í Skógum og sonu hans er allt nokkuð óvíst; þar sem K færir til Njálu cap. lviii, þá er það auðsjáanlega af gáníngsleysi, því á þeim stað i Njálu er nefndr Önundr í Tröllaskógi og synir hans; en líklegt er, að sá „Arnórr Örnólfsson úr Forsárskógum”, sem Njála í cap. cxvii lætr Hildigunni tala um að bræðr Flosa Kolbeinn og Egill hafi drepið á Skaptafells þingi, hafi verið einn af sonum þessa Örnólfs, og að þessi Arnórr sé sá „Arnórr í Skógum”, sem Annálar segja sé veginn 997 (Flateyjarannáll 996). Landnámab. iv, 13 nefnir tvo bræðr, Örnólfssyni, annan Halldór, „sem Mörðr órækja vâ undir Hömrum”, og annan Arnór, „er þeir Flosi og Kolbeinn, synir Þórðar Freysgoða, vâgu á Skaptafells þíngi” (sbr. Dropl. s. s. cap. 9).
  5. þ. e. þeir Brennu-Flosi og bræðr hans: Þorgeirr, Steinn, Kolbeinn og Egill, og hálfbróðir hans Starkaðr, sbr. Njálss. cap. xcvi.