Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/111

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

14

Kristni saga.

BISKUPA SÖGUR.

Vetrliði skáld orti ok níð um Þángbrand, ok margir aðrir. En þá er þeir[1] komu vestr í Fljótshlíð, — en Guðleifr Arasun af Reykjahólum var með honum, — spurðu[2] þeir at Vetrliði skáld var at torfskurði með húskörlum sínum. Þeir Þángbrandr fóru til ok vàgu hann þar[3]. Þetta var kveðit um Guðleif[4]:

Ryðljónar gat[5] reynir
randa, suðr á landi,
beðs í bænar smiðju
Baldrs sig tölum haldit[6];
siðreynir lèt síðan[7]
snjallr morðhamar gjalla[8]
hauðrs í hattar steðja
hjaldrs Vetrliða skáldi[9].

Þaðan fóru þeir vestr í Grímsnes, ok fundu Þorvald hinn veila við Hestlœk, ok vàgu hann þar. Þaðan hurfu þeir aptr, ok voru með Halli annan vetr, en um várit bjó Þángbrandr skip sitt. Þat sumar var Þángbrandr sóttr til sektar um víg þersi. Hann lèt út, ok varð aptrreka í Borgarfjörð, í Hítará, þar heitir

 1. þessu orði er hèr bætt inni, en B hefir það ekki.
 2. B hefir: „þeir spurðu”, sem er stirðara í röðinni.
 3. sbr. Landnámab. v, 3.
 4. Guðleigi, A.
 5. þannig hefir eitt bezta handritið í Fornm. s. (ii, 202); en A og B hafa hèr „gekk”, sem ekki kemr vel við.
 6. þriðja og fjórða vísu orði er hèr vikið við, eptir því sem Fornm.
  sögur hafa (ii, 203), en A og B hafa þannig: „bøðz í boðnar smiðju — Balldr sigtolum halldit”, og er varla kostr að snúa því til rètts máls.
 7. þannig lesum vèr eptir Njálu (cap. ciii); en A og B hafa hèr: „sigðreynir let sonar”.
 8. þetta orð sèst ekki í A, því þar er skorin öll röndin af blaðinu öðrumegin, en B hefir „giallda”; þetta getr þó ekki verið rètt, enda hefir bæði Njála og Ólafs saga i Fornmannasögum „gjalla”.
 9. vísa þessi verðr þannig til máls færð: Reynir randa ryðfjónar [mannk. = Vetrliði], suðr á landi, gat haldit í sig [þ. e. aptrað, andæpt í móti] tölum bænar-smiðju-beðs Baldrs [þ. e. prestsins = Þángbrands]; síðan lèt snjallr hjaldrs siðreynir [mannk. = Guðleifr ArasonJ morðhamar gjalla í hattar hauðrs steðja [þ. e. steðja höfuðsins = skallann á] Vetrliða skáldi. — Melabók af Landnamu (v, 3) segir, að Ljóðarkeptr hafi ort lofdrápu um Guðleif Arason, en hvort þessi vísa sè þar úr verðr ekki með vissu sagt; orðin „suðr á landi” sýna einúngis, að vísan geti verið