Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/117

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

20

Kristni saga.

BISKUPA SÖGUR.


Frá Gizuri og Hjalta.

11. Um várit bjoggu þeir Hjalti ok Gizurr skip sitt til Íslands; margir menn löttu þess Hjalta, en hann gaf sèr ekki um þat. Þat sumar fór Ólafr konúngr or landi suðr til Vindlands; þá sendi hann ok Leif Eiríkssun til Grœnalands, at boða þar trú; þá fann Leifr Vínland[1] hit góða, hann fann ok menn á skipflaki í hafi, því var hann kallaðr Leifr hinn heppni. Gizurr ok Hjalti komu þann dag fyrir Durhólmaós, er Brennu-Flosi reið um Arnarstakksheiði til alþíngis. Þá spurði hann af þeim mönnum, er til þeirra höfðu róit, at Kolbeinn bróðir hans var tekinn í gislíng, ok allt um erendi þeira Hjalta, ok sagði hann þau tíðindi til alþíngis. Þeir tóku þann sama dag[2] Vestmannaeyjar, ok lögðu skip sitt við Hörgaeyri; þar báru þeir föt sín á land, ok kirkjuvið þann, er Ólafr konúngr hafði látið höggva ok mælti svà fyrir, at kirkjuna skyldi þar reisa, sem þeir skyti bryggjum á land. Áðr kirkjan var reist, var lutað um, hvàrum megin vàgsins standa skyldi, ok hlautzt fyri norðan, þar voru áðr blót ok hörgar. Þeir voru ij netr í Eyjunum, áðr þeir fóru inn á land; þat var þann dag er menn riðu á þíng; þeir fengu engan farargreiða né reiðskjóta fyri austan Rángá, því at þar sátu þíngmenn Runólfs í hverju húsi; þeir gengu

  1. sést ekki í A, en B hefir „Vindland”.
  2. Ari fróði segir í Íslendíngabók eptir Teiti fóstra sínum, syni Ísleifs biskups, en Teitr hafði eptir manni, sem sjálfr var við: að þeir Hjalti hafi komið í Vestmannaeyjar þegar 10 vikur voru af sumri, og að það hafi verið lögtekið næsta sumar áðr, að alþíng skyldi byrja þegar 10 vikur væri af sumri. Sumar hefst eptir gamla stíl á þann fimtudag og fyrsta dag í Hörpu, sem fellr milli 9. og 15. Apríl (eptir nýja stil 19. til 25. Apríls). Ár 1000 eptir Krists burð var hlaupár, og sumardagr fyrsti 11. Apríl eptir gamla stíl, eru því fullar tíu vikur af sumri miðvikudaginn 19. Juni (gamla stíls). Í Grágás er svo fyrir skipað, að „Goðar allir skulu koma til þíngs fimta dag viku, er tíu vikur eru af sumri, áðr sól gángi af þíngvelli”; Goðarnir áttu því að vera komnir til alþíngis ár 1000 ekki seinna en á fimtudagskvöldið 20. Juni, og þenna dag kallar líklega Kristnisaga „þann dag er menn riðu á þíng”. Þegar eptir þessu er talið, þá hafa þeir Hjalti og Gizurr komið fyrir Dyrhólmaós á þriðjudaginn 18. Juni, og þann sama dag tóku þelr Vestmannaeyjar; þar voru þeir tvær nætr, og komu í land á fimtudaginn 20. Juni, en á laugardaginn 22. Juni hafa þeir komið á alþíng.