Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/12

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

FORMÁLI.

Af sagna-flokkum þeim sem við koma Íslandi er einn, sem híngað til hefir verið of lítill gaumr gefinn, en það er kristnisaga landsins og sögur hinna fyrstu biskupa í Skálholti og á Hólum í hinum forna sið, og sem vér einu nafni nefnum Biskupasögur. Þessar sögur hafa einkennilegan blæ, og líkjast nokkuð sagnaritum vorra tíða, því allflestar þessar sögur hafa ritað þeir menn, er sjálfir lifðu samtíða þeim er sögurnar eru af, hafa þær því fremr æfisögu brag. Fyrirmynd þessara sagna er Íslendíngabók Ara, þar ritaði Ari langt skeið um það, hvernig kristni kom á Ísland, eptir sögn Teits í Haukadal, fóstra síns, og síðan æfi tveggja hinna fyrstu biskupa í Skálholti. Eptir Íslendíngabók var síðan rituð Kristnisaga, og er þar aukin sögn Ara, en þessi saga endar með andláti Gizurar biskups, eins og Íslendíngabók. Nokkru síðar en Kristnisaga var rituð ætlum vèr að það hafi verið, að æfisögur sjö hinna fyrstu biskupa í Skálholti vóru ritnar, og eru allar þessar sögur (Húngrvaka, Þorlákssaga, Pálssaga) ritaðar af einum og sama manni skömmu eptir 1200. Síðan er ekki rituð æfi Skálholtsbiskupa, fram á lok 13. aldar, og allt þar til er Árna biskups saga var ritin í upphafi 14. aldar; höfum vèr því alls sögur átta biskupa í Skálholti. Fyrir norðan land eru að eins sögur þriggja biskupa: Jóns biskups helga, Guðmundar góða og Laurentius. Flestar þessar sögur eru, sem síðar mun sýnt verða, ritaðar um aldamótin 1200 (fyrir utan Laurentius og Árna biskups sögu), þær eru því annar liðr í sagnafræðis sögu vorri, því svo segir, að hinar fornu Íslendíngasögur (Njála o. s. frv.) vóru tlestar ritaðar áðr Brandr biskup andaðist, eða fyrir 1200, en með Biskupasögum vorum og Kristnisögu hefst ný sagnaöld, en með þeim Snorra Sturlusyni og Sturlu Þórðarsyni hefst