Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/120

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

ok um nóttina, ok annan daginn til jamlengðar[1]. Enir heiðnu menn höfðu þá stefnu fjölmenna, ok tóku þat ráð, at blóta ij mönnum or hverjum fjórðúngi, ok hétu á heiðin guð til þess, at þau lèti eigi kristni gánga yfir landit. Þeir Hjalti ok Gizurr áttu aðra stefnu við kristna menn, ok lètust þeir vilja hafa ok mannblót, jamfjölmennt sem hinir heiðnu. Þeir mæltu svà: „heiðíngiar blóta hinum verstum mönnum, ok rinda þeim fyrir björg eða hamra, en vèr skulum velja at mannkostum, ok kalla sigrgjöf við drottinn vàrn Jesúm Kristum, skulu vèr lifa því betr ok syndvarlegarr en áðr, ok munu vit Gizurr gánga til fyri vàrn fjórðúng sigrgjafarinnar”. En fyri Austfirðínga fjórðúng gengu þeir til: Hallr af Síðu ok Þorleifr or Krossavík fyri norðan Reyðarfjörð[2], bróðir Þórarins[3] or Seyðarfirði: Íngileif var móðir

  1. það er að sjá á frásögn þessari, sem ræðurnar að lögbergi um kristniboðið hafi farið fram sunnudaginn 23. Juni; þá hafi og komið fregnin um jarðeldinn, og þá hafi menn sagzt úr lögum, og Hallr verið kosinn lögsögumaðr kristna flokksins og samið við Þorgeir um lögsöguna hvorutveggju. Þá lá Þorgeirr það eptir var dags, og um nóttina og til jafnlengdar daginn eptir (mánudag 24. Juni).
  2. sagan nefnir hér „Krossavík fyri norðan Reyðarfjörð”, til að aðgreina þessa Krossavík frá Krossavík í Vopnafirði, sem einnig er í Austfirðínga fjórðúngi.
  3. á þessum stað er nokkuð vikið frá skinnbókinni (A). Þar stendr svo: „⁊ þleifr ór kroSavik f' norðan reyðar fiorð bꝛoði þārinſ. ſ. oꝛ ſeyðar .f. ingileif vr mͦ þ’ra”. — Þetta les B þannig: „z þorleifr or Krossavık f' norðan Reyðarfıorð. Broð’ı þorarınssvn or Seyðarfirði Jngileif vr mͦ þr̄a”; og útgáfurnar: „ok Þorleifr or Krossavik fyrir norðan Reyðarfjörð. Broddi (Reyðarfjorð, Broddi, K) Þórarinssun or Seyðarfirði (Seiðarf., K), Ingileif var móðir þeirra”. Útgefendrnir i K hafa sèð, að eitthvað var hèr afbakað, og haldið að bæta ætti inni eptir „Reyðarfjörð”: „bróðir hans var (Broddi Þórarinsson o. s. frv.”), en þareð bæði virðist mega ráða af orðatiltækjunum, að höfundrinn hafi gjört ráð fyrir að menn könnuðust við nöfn þessi, og Broddi Þórarinsson er hvergi nefndr, þá virðist betra að taka svo, sem „broðı” sè misskrifað fyrir „bróðir”, og „s.” ofaukið á eptir „Þórarins”, svo að lesa eigi, einsog hèr er gjört: „bróðir Þórarins or Seyðarfirði”. Þórarinn í Seyðarfirði er nefndr son Ásbjarnar loðinhöfða, og ætt hans talin í Landnámabók iv, 3 (hann er talinn þar föðurfaðir Kolskeggs fróða og Íngileifar, móður Halls, föður Finns lögsögumanns), en í Vopnfirðínga sögu er getið Þorleifs, og er hann þar kallaðr að viðrnefni „hinn kristni” (Ólafs saga Tryggvas. í Fornm. s. ii, 238-239 skýrskotar beint til Vopnfirðínga sögu, og kallar Þorleif hinn kristna), og sagt, að hann ætti bú í Reyðarfirði, í Krossavik, og væri „stjúpson Ásbjarnar loðinhöfða”. Þetta kemr og heim við það sem hèr er sagt á eptir, að „Ingileif var móðir þeirra”, þ. e. þeir voru bræðr sammæðra en ekki samfeðra, og því telr ekki Landnámabók Þorleif kristna; en nafn Íngileifar kemr fram síðar í ættinni, á systur Kolskeggs hins fróða.