Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/122

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

ok einn sið, þvíat þat man satt vera: ef vèr slítum lögin þá slítu vèr friðinn”. Þorgeirr lauk svả tölunni, at hvảrirtveggju játtu því, at þau lög skyldi halda er hann rèði upp at segja. Þá var þat uppsaga Þorgeirs: at allir menn skyldu vera skírðir á Íslandi, og trúa á einn guð, en um barna útburð ok rossakjöts át skulu haldast hin fornu lög; menn skyldu blóta á laun ef vildi, en varða fjörbaugsgarði ef vảttum kœmi við; sú heiðni var af tekin nokkorum vetrum síðarr. Allir Norðlendíngar ok Sunnlendíngar voru skírðir í Reykjalaugu í Laugardal, er þeir riðu af þíngi, þvíat þeir vildu eigi fara í kalt vatn. Hjalti mælti, er Runólfr var skírðr: „gömlum kennu vèr nú goðanumat geifla á altinu”[1]. Þat sumar var skírðr allr þíngheimr, er menn riðu heim; flestir Vestanmenn voru skírðir í Reykjalaugu i syðra Reykjardal. Snorri goði kom mestu á leið við Vestfirðínga.

12. Sumar þetta, er kristni varð í lög tekin á Íslandi, var liðið frá hollgan vảrs herra Jesús Krists m vetra[2]. Þat sumar hvarf Ólafr konúngr af Orminum lánga suðr við Svoldr iiij. idus Septembris[3]. Þá hafði hann verit konúngr at Noregi v vetr. Eptir hann tók ríki Eiríkr jarl Hákonarsun. Þeir Þorvaldr Koðránssun ok Stefnir Þorgilssun fundust eptir hvarf Ólafs konúngs; þeir fóru báðir saman víða um heiminn, ok allt út í Jórsalaheim, ok þaðan til Miklagarðs, og svá til Kœnugarðs hit eystra, eptir Nepr. Þorvaldr andaðist í Rúzía, skampt frá Pallteskju, þar er hann grafinn í fjalli einu, at kirkju Jóhannis baptiste, ok kalla þeir hann helgan. Svả segir Brandr hinn víðförli:

Hefi ek þar komit
er Þorvaldi

  1. þessi orð Hjalta lúta að því, að það var venja í kristninni um þessar mundir og laungu áðr, að lata þá sem skírast áttu bergja á salti, til að minna á þessi orð Krists: „þér eruð salt jarðar”, og svo sem til merkis um það, að sá sem við skírn tók skyldi læra að hreinsa sál sina af syndum, varðveita trú sína lifandi og fjöruga, en ekki láta hana deyfast eða fyrnast; sbr. Bingham Origines ecclesiast. ed. Grischov. Halle 1727. 4to iv, 38-39.
  2. A skrifar þannig: “ıh’c x° Mͦ. vetra”.
  3. þ. e. 9. Septembr., eða mánudaginn í 21. viku sumars.