Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/127

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

30

Kristni saga.

BISKUPA SÖGUR.

Þorlák, sun Runólfs Þorleikssunar[1], til biskups at sèr lifanda; þá var Þorlákr ij vetrum meirr en þrítogr. Gizurr biskup andaðist í Skálaholti, þá er hann hafði verit biskup xxx ára ok vj ár, þat var xxx nátta síðarr en Þorlákr biskup var vígðr, þat var hinn þriðja dag í viku, v. kalend. Junii[2]. Á því ári andaðist Paskalius[3] papa, ok Kirjalax Grikkja konúngr, ok Baldvin Jórsala konúngr, ok Arnalldus patríark í Jerúsalem, ok Philippus Svía konúngr. Þá hafði Ísland verit bygt cc vetra tólfræð[4], annat í heiðni, en annat í kristni; þá var liðit frá holdgan drottins várs herra Jesu Kristi mcxviij ár.

14. Á því ári er Gizurr biskup andaðist gerði hallæri mikit á Íslandi; þá kom hríð sú á dymbildögum, at menn máttu eigi veita tíðir í kirkjum í sumum hèruðum fyri norðan land; en föstudag hinn lánga þá hóf upp knör undir Eyjafjöllum, ok sneri á lopti, ok kom holfandi niðr, hann var vij rúm ok xx. Páskadaginn fysta máttu fáir menn tíðir sœkja at taka þjónustu, en sumir urðu úti dauðir. Annat illviðri var[5] eptir andlát hans þann dag er menn riðu á þíng, þá braut kirkju á Þíngvelli, þá er Haraldr konúngr Sigurðarsun hafði látið höggva viðinn til. — Þat sumar fóru xxxv skipa út híngat, ok braut mörg við land, en sum leysti í hafi undir mönnum, en átta ein komust brott, með þeim er áðr voru hèr, ok komust þau engi fyrir Mikjálsmessu or hafi. Af þeim mannfjölda varð hèr hallæri mikit. Þá er Gizurr biskup andaðist voru þessir mestir höfð-

  1. Landnámab. V, 11 kallar Runólf Þorláksson, og lætr það líklegar eptir nafni biskupsins, en Ari fróði í Íslendíngabók kallar hann Þorleiksson, einsog hèr.
  2. þ. e. 28. Maji; „iv. cal. Maji” eða 28. April, sem Flateyjarannáll hefír, er rángt, enda yrði það á sunnudag ár 1118, en ekki á þriðjudag; Húngrvaka segir, að Gizur biskup hafi andazt „þriðja dag viku xii nóttum fyrir Columba messu”. — Í hinni fornu islenzku ártíðaskrá (Finn. Joh. Hist. Eccl. Isl. I. B. aptast) er andlát Gizurar biskups fært til 28. Mai.
  3. þ. e. Paschalis páfi ii.
  4. þannig er leiðrètt í K, en B og S hafa „tiræð”, sem ekki getr staðizt; að öðru munar hèr nokkuð frá þeirri tölu, sem er í upphafi sögunnar, þar sem talið er að Íslands byggíng hafi orðið 874, en aptr á móti hefði byggíng landsins att að hefjast 878, eptir því sem hèr er talið.
  5. þetta orð vantar í B, og er skotið hèr inní.