Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/13

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

hin þriðja sagnaöld vor. Um 1200, þegar farið var að rita biskupasögur vorar, vóru aldamót á Íslandi á margar lundir; hinir ágætu menn, sem verið höfðu stoð og prýði landsins, svo sem Jón Loptsson, vóru annaðhvort andaðir, eðr þá komnir á efra aldr, en upp rann önnur ýngri kynslóð, sem ekki var jafnoki feðra sinna. Þá hófst trú á helga menn, og sýna jarteinabækrnar hve áköf hún var. Þegar í byrjun 13. aldar mátti og sjá vott fyrir bliku þeirri, sem skömmu síðar varð að svörtu skýi, og kom þaðan hinn mikli óaldar-stormr, sen fór yfir landið á 13. öld; en í tíð sjö hinna fyrstu biskupa í Skálholti hetir Ísland efalaust lifað sína fegrstu daga, aldrei hefir slíkr friðr verið í landi sem þá, og um sjálfa biskupana mátti með sönnu segja það sem Gizur Hallsson sagði í líkræðu sinni yfir Þorláki biskupi: að „sá þótti hverjum beztr sem kunnastr var”; þessa bera og sjálfar sögurnar vott: af öllum sögum þekkjum vèr engar, er hafi jafnblíðan og ástúðlegan blæ, sem þessar þrjár sögur (Húngrvaka o. s. fr.), en síðan skipti í tvo heimana, og er það því líkast og menn komi úr logni og sólskini út í byl, þegar menn lesa sögur þær, sem síðan gjörðust á Sturlúngaöld.

Með því nú að svo margvíslegr fróðleikr er fólginn í þessum sögum, og svo má segja, að vèr vitim fátt annað en það sem í þeim stendr, um það, hvað gjörzt hefir á 12. öld, á öndverðri 13., um lok 13. aldar og í upphafi l4. aldar, fyrir utan það sem annálar greina, og enn nokkur skjöl og máldagar og ættartölur: þá þótti ógjörlegt, að sögur þessar yrði ekki prentaðar í einu safni, sem fyllst ok bezt sem kostr væri á, svo að þær ekki væri annaðhvort á sundrúngu og sín í hverju lagi, eðr með öllu óútgefnar. Fyrir þá skuld tók hið íslenzka bókmentafèlag sèr fyrir hendr að gefa út safn af Biskupasögum þessum. Þetta atvikaðist á þá leið, að þegar Árbækr Espólíns vóru að fullu út komnar, þótti forstöðumönnum Deildarinnar í Kaupmannahöfn nauðsyn á, að velja einhver sagnarit lands vors, sem liggja enn mörg óprentuð, og eru þó til hins mesta fróðleiks þeim er sögu landsins stunda, og landi voru og mentun þess til sóma. Þess vegna stakk forseti uppá því, af hendi