Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/15

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

Frá 16. öld oru ekki harðla mörg af þesskonar handritum, þó rituðu menn bækr á skinni þessa öld út, og jafnvel lengr. Við siðaskiptin dreifðust handrit þau, sem áðr höfðu verið geymd í klaustrunum, víðs vegar, en engum kom þá enn til hugur að safna þeim, eðr frelsa þau frá tjóni þvi, sem yfir vofði. Það var fyrst 50 árum eptir siðabótina, að nýtt vísindalíf fór að vakna, og menn fóru að taka eptir hinum mikla fèsjóð, er flæktist víðs vegar í bókum og bókaslitrum. Oddr biskup Einarsson, sem var spakr maðr og fróðr, tók fyrstr allra að láta safna og rita í eilt brèf og skjöl, sem fundust í Skálholti, þetta var um 1600; er til eptir Odd biskup hið bezta máldugasafn sem til er, en frumritin eru nú fyrir löngu glötuð. Oddr biskúp mun og hafa þekkt Húngrvöku, og sjálfr ritaði hann stuttar biskupasögur, sem Jón Gizurarson síðan jók nokkru við. Litlu síðar en Oddr biskup tók Arngrímr hinn lærði að safna að sèr handritum um allt land, sem fengizt gátu, en mjög fátt lèt hann þó skrifa upp. Að hans tilhlutan setti sira Magnús Ólafsson saman eddu sína um vetrinn 1609. Nú var þó vöknuð fýsn manna til sagnafræði, og byrjar nú pappírs-handrita öldin, því frá 17. öld er til mesti fjöldi handrita, sem ymsir menn rituðu eðr lètu rita, flest á pappír, eptir fornum skinnbókum, sem þeir gátu upp spurt. Helztir þessara vóru: Jón Gizurarson á Núpi í Dýrafirði († 1648), bróðir Brynjólfs biskups sammæðr. Eptir hann er til mesti grúi handrita, sem hann hefir ritað með eigin hendi, en sjálfr var hann sagnamaðr og fróðr í mörgum greinum[1]. Samtíða honum var Björn á Skarðsá, merkr fræðimaðr og skilvís, hann varð handhafi að miklum fjölda handrita; hann samdi annála og mörg önnur rit, en ekki eru til eptir hann jafnmörg handrit sem eptir Jón Gizurarson. Um sama leyti lèt Þorlákr biskup Skúlason safna sögum og rita; viljum vèr helzt geta þess, að hann hefir fyrstr manna safnað og látið rita upp Biskupasögur. Þetta safn hans finnst nú á þrem bókum, eru tvær ritaðar á skinni, en ein á pappír og finnst hún nú í sex hept-

  1. Um Jón Gizurarson sjá Safn til sögu Íslands 1, bls. 644-648.