Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/16

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

ix

FORMÁLI.

um í safni Árna Magnússonar. Flest frumrit þau, sem Þorlákr biskup hefir látið rita þessar sögur eptir, eru nú glöluð, er því þetta biskupasögu safn bans einkar áríðanda og mikils vert. En enginn hefir þó látið rita slíkan grúa af sögum og fornum fræðum sem Brynjólfr biskup Sveinsson; hafði hann til þessa glöggvan og ágætan ritara, sira Jón Erlendsson í Villíngaholti (1632—1672); liggja víst eptir engan mann jafnmörg sögurit sein sira Jón; flestar hans afskriptir eru góðar, og margar ágætar, einkum ef litið er til hins mikla grúa sem hann hefir ritað, og sem gegnir furðu. Margir aðrir fengust við bókrit: sira Ketill Jörundarson í Hvammi í Hvammsveit (1638—1670), móðurbróðir Árna Magnússonar, sira Jón Ólafsson á Rauðasandi (1669— 1703), og margir aðrir. Í byrjun 18. aldar ritaði Ásgeir Jónsson mikinn fjölda af handritum fyrir þá Árna Magnússon og Þormóð Torfason; afskriptir hans mega góðar heita, en þó komast þær ekki til jafns við bókrit sira Jóns í Villíngaholti. Þessir menn, sem nú vóru nefndir, hafa allir, hver um sig, unnið föðurlandi sínu hið mesta gagn, svo það er skylt, að þeirra sè ætíð að góðu getið, því þeirra hendr hafa frelsað frá glötun mikinn fjölda af hinum beztu sagnaritum vorum, og mundi landið aldrei þess hafa bætr beðið ef þau hefði týnzt. Því ef rakið er, þá má sjá, að um miðja og öndverða 17. öld var fjöldi af Íslendíngasögum vorum ekki til nema í einu skinnhandriti á öllu landi, svo nærri lá, að allt mundi glatast, en þess gæta fæstir, að þessum mönnum eigum vèr það að þakka að vèr nú höfum þessi rit, því þeir náðu í bækrnar meðan enn var tíð, stundum í blöðum, og illa útleiknar, og rituðu þær upp, en síðan á ofanverðri öldinni týndust margar af þessuin skinnbókum, svo að annaðhvort enginn örmull var til af þeim, eðr slitr ein, þegar Árni Magnússon fór að safna handritum sínum, eru því afskriptir þessara manna nú opt og tíðum frumrit vor, þegar skinnbókin er glötuð. Þær Íslendíngasögur, sem vèr ætlum að á 17. öld hafi að eins verið til í einu handriti, eru þessar: Íslendíngabók, Landnámabók Sturlu lögmanns, Hænsa-Þóriss., Gull-Þóriss., Kormakss., Svarfdæla, Víga-Glúmss., Reykdæla,