xi
FORMÁLI.
ekki gat fengið til eignar, en sum ritaði hann upp sjálfr; eru því mörg handrit Ásgeirs og Árna frumrit fyrir oss, fyrir þá skuld, að bókhlaða sú brann, sem skinnbækrnar vóru í.
I. Kristnisaga er til vor komin frá Hauksbók, og á 17. öld öndverdri fannst saga þessi hvergi nema þar. Hauksbók dregr nafn sitt af Hauki lögmanni, syni Erlends hins sterka Ólafssonar. Þessi skinnbók finnst nú í þrennu lagi í safni Árna Magnússonar: 1) meginhluti bókarinnar er Nr. 544 í 4to; 2) Landnáma og Kristnisaga er Nr. 371 í 4to, og 3) Lucidarius Nr. 675 i 4to. Á bók þessari er fjöldi af sögum og ritgjörðum, ef Haukr lögmaðr hefir hèr safnað í eitt eða saman setja látið, og er efni hennar hið fjölbreyttasta: sögur, tölvísi, eðlisfræði, guðfræði, stjörnufræði o. s. fr.; en Árni Magnússon hefir ritað upp innihald bókarinnar þannig:
1) | „Úr Landnámabók og Kristindómssögu fragmenta nokkur. |
2) | Geographica quædam et physica. |
3) | Theologica quædam ex sermonibus Augustini. |
4) | Varia, atque inter ea Astronomica quædam. |
5) | Theologica quædam, videntur esse úr Adamsbók. |
6) | Delineatio urbis Hierosolymorum. |
7) | Völuspá. |
8) | Trójómannasaga. |
9) | De gemmis nonnulla. |
10) | Bretasögur, víða ólæsar. |
11) | Viðræða líkams og sálar. |
12) | Aptan af Hemíngssögu, þar í um Líka-Loðinn. |
13) | Saga Heiðreks konúngs ens vitra, vantar við endann. |
14) | Aptan af sögu Þorgeirs Hávarssonar og Þórmóðar Kolbrúnarskálds. |
15) | Algorismus, er de Arithmetica. |
16) | Saga Þorfinns Karlsefnis og Snorra Þorbrandssonar. |
17) | Saga skálda Haralds konúngs hárfagra. |
18) | Af niðjum Ragnars Loðbrókar, fragment. |
19) | Lucidarium.” |
Hauksbók er komin af Vestfjörðum. Vèr höfum fyrst spurn