Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/18

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

ekki gat fengið til eignar, en sum ritaði hann upp sjálfr; eru því mörg handrit Ásgeirs og Árna frumrit fyrir oss, fyrir þá skuld, að bókhlaða sú brann, sem skinnbækrnar vóru í.

I. Kristnisaga er til vor komin frá Hauksbók, og á 17. öld öndverdri fannst saga þessi hvergi nema þar. Hauksbók dregr nafn sitt af Hauki lögmanni, syni Erlends hins sterka Ólafssonar. Þessi skinnbók finnst nú í þrennu lagi í safni Árna Magnússonar: 1) meginhluti bókarinnar er Nr. 544 í 4to; 2) Landnáma og Kristnisaga er Nr. 371 í 4to, og 3) Lucidarius Nr. 675 i 4to. Á bók þessari er fjöldi af sögum og ritgjörðum, ef Haukr lögmaðr hefir hèr safnað í eitt eða saman setja látið, og er efni hennar hið fjölbreyttasta: sögur, tölvísi, eðlisfræði, guðfræði, stjörnufræði o. s. fr.; en Árni Magnússon hefir ritað upp innihald bókarinnar þannig:

1) „Úr Landnámabók og Kristindómssögu fragmenta nokkur.
2) Geographica quædam et physica.
3) Theologica quædam ex sermonibus Augustini.
4) Varia, atque inter ea Astronomica quædam.
5) Theologica quædam, videntur esse úr Adamsbók.
6) Delineatio urbis Hierosolymorum.
7) Völuspá.
8) Trójómannasaga.
9) De gemmis nonnulla.
10) Bretasögur, víða ólæsar.
11) Viðræða líkams og sálar.
12) Aptan af Hemíngssögu, þar í um Líka-Loðinn.
13) Saga Heiðreks konúngs ens vitra, vantar við endann.
14) Aptan af sögu Þorgeirs Hávarssonar og Þórmóðar Kolbrúnarskálds.
15) Algorismus, er de Arithmetica.
16) Saga Þorfinns Karlsefnis og Snorra Þorbrandssonar.
17) Saga skálda Haralds konúngs hárfagra.
18) Af niðjum Ragnars Loðbrókar, fragment.
19) Lucidarium.”

Hauksbók er komin af Vestfjörðum. Vèr höfum fyrst spurn