Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/19

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

xii

FORMÁLI.

af henni á öndverðri 17. öld. Jón lærði, sem kynjaðr var að vestan, sem kunnugt er (fæddr 1574), nefnir fyrstr Hauksbók, og mun hann hafa haft úr henni ýmsan fróðleik sinn, um steina og margt annað. Þetta má ætla að hafi verið nálægt 1600. Arngrímr lærði fékk bók þessa, sem hann sjálfr segir, af Vestfjörðum frá Ara í Ögri; frá Arngrími hefir þá aptr Björn á Skarðsá fengið hana, en hann ritaði meðfram eptir henni Landnámu sína, og margan annan fróðleik tók hann úr þessari bók; hann nefnir hana Haukshók á sama hátt og Jón lærði. Um daga Bjarnar hefir því bókin enn verið ósundruð, en síðan kom hún suðr um land, og kom í hendr Brynjólfi biskupi. Hann lèt sira Jón Erlendsson í Villíngaholti rita upp Landnámu og Kristnisögu eptir henni. Þessi afskript er nú í safni Árna Nr. 105 folio, og mun hennar enn getið. Nú ef ekki fyr sundraðist bókin. Árni Magnússon heldr, að sú hafi verið sök til þess, að eigendr bókarinnar vestra hafi heimtað hana úr láninu, því bókin hefir komið norðr og síðan suðr, að láni en ekki að eign. Landnáma og Kristnisaga urðu nú viðskila, og fór sá hlutinn vestr, en hinn síðari meginhlutinn varð eptir syðra, og var þar þangað til hann kom í hendr Árna Magnússönar, einum 50 árum síðar, en það var í Gaulverjabæ að hann fèkk þenna hinn síðara hlut Hauksbókar. Vèr lúkum að segja frá honum, en víkjum til fyrra hlutans, sem viðkemr oss á þessum stað, en afdrif hans urðu verri en vera skyldi, og komst hann í ómildar hendr. Um aldamótin 1700, þegar Árni var farinn að safna að sèr skinnbókum og fornritum, þá fékk hann meðal annars 14 blöð á skinni úr Landnámu og 4 blöð úr Kristnisögu að vestan, og vissi enginn úr hverri bók þetta var; 14 blöðin fékk hann frá sira Ólafi Jónssyni á Stað í Grunnavík (1703 — 1707), föður Jóns Ólafssonar Grunnvíkíngs, en hin 4 sitt úr hverri átt, flest sundrlaus og rifin, og sagði sira Ólafr, að sira Jón Torfason, faðir sinn (prestr á Stað í Súgandafirði 1661—1720), hefði rifið bók þessa sundr og haft hana utanum kver. Árni Magnússon segir svo frá þessu:

„Landnámu bókar blöð þessi, og hin úr Kristindómssögu,