Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/21

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

xiv

FORMÁLI.

brèf þess efnis, og með því þetta brèf sýnir, eitt með mörgu, hve smásmugull og nákvæmr Árni var í fyrirspurnum sínum um skinnbækr og fornrit, þá seljum vèr hèr brèfið, og svar sira Jóns Torfasonar. Brèf Árna til sira Ólafs er dagsett Pálmasunnudag 1707, og er svo látandi:

„Framar munuð þèr minnast, að þèr fyrir nokkrum árum vóruð svo góðir, að gefa mèr býsna mörg pergamentsblöð úr bók í aflöngu 4to, er verið hafði Landnáma saga og Kristindóms saga; gáfuð þèr mèr með þessum blöðum þá notitiam, að þèr þau fengið hefðuð af yðar góða föður, en hann hjá einum bónda þar nærri sèr, í Súgandafirði. Minnir mig þèr segðuð, að það hefði þá verið svo sem bókarslitr, en faðir yðar hefði það í sundr tekið utanum smákver, er það og á sumum blöðunum auðsèð, að þau hafa verið brúkuð til kápu utanum bundnar oktav-bækr, og stúngið spennlunum í gegnum. Nú þykir mér mig vanta í þessa notitiam þetta eplterskrifað: 1) hvað þessi bóndi hèt, og á hverjum bæ hann bjó þar í sveitinni; 2) fyrir hvað mörgum árum circiter sira Jón Torfason þetta bókarslitr eignaðist; 3) hvernig það þá út sá, nl. hvort það var í lausum blöðum eða saman fest í arka tali, og, ef svo var, þá hvort sú ligatura, sem um það var, var gömul, eða nýlega ulan um það lögð; 4) hversu þykkt það muni verið hafa þá sira Jón Torfason það eignaðist, hvar af eg læra kynni, hversu mikið circiter af því glatað væri síðan, það sem ekki er í mínar bendr komið. Blöðin, sem eg af yðr fengið hefi, eru 14, og 4 af sama slagi hefi eg annarstaðar að öðlazt; 5) hafi nú fragmentið, er sira Jón Torfason öðlaðist, stærra verið en þetta, svo að á nokkru ríði, hvar þá muni af orðin þau blöðin, er burtu eru, og hvort engin ráð muni til vera yfir þau að komast, quippe quorum vel minutissima particula mihi auro carior esset; 6) hafi sira Jón ekki meira eða ekki stóru meira öðlazt, en til mín er komið, item hafi þetta fragment þá í lausum blöðum verið, þá vantar mig að vita, hvernig það hefir út sèð þá bóndinn það eignaðist, einsog um getr § 3; item hversu stórt það hafi þá verið, ut supra § 4 ; item hvar resten muni fyrir bóndanum fargazt hafa og á hvern máta, ut supra § 5;