Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/25

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

xviii

FORMÁLI.

saga 6 arkir. 2) það þrennt sem Árni telr þar næst: (geographica quædam et physica; Theologica quædam ex sermonibus Avgustini; Varia, atque inter ea astronomica quædam) finnst nú hvergi; það var til 1727, en það er hætt við að það hafi brunnið 1728, því arkirnar lágu þá allar lausar eins og nú. Úr þessum týnda kafla mun Björn á Skarðsá hafa tekið margt það (t. d. um Grænland), sem nú er ekki að finna í Hauksbók. Þess mælti til geta, að þetta hafi verið 2 arkir. 3) í 544 liggja nú 12 arkir eða 93 blöð, vantar því ekki nema 3-4 blöð í þessar 12 arkir, fyrir utan það, að í miðjuna vantar 2 arkir samstæðar (niðrlag Hervararsögu og fyrri helmíng Fóstbræðrasögu), verða þetta 14 arkir. 4) Lucidarius, 2 arkir (16 blöð), finnst nú í AM. 675 í 4to, og sýnir kjölfarið, að þetta er allr sami Lucidarius og sá sem í Hauksbók stóð. Hefir því Hauksbók í heilu líki verið um 24 arkir (6 + 2 + 14 + 2 = 24) eða undir 200 blöð.

Um eigendr Hauksbókar í fyrri tíð vitum vér það eina, að á einum stað stendr í bókinni með hendi frá 14. eða 15. öld: „Teitr Pálsson á þessa bók, ef hann skal óræntr vera”. Þessi Teitr Pálsson ætlum vér hafi verið af Ögrsætt, því bæði Teilr og Páll eru ættarnöfn í þeirri ætt, og mun hann hafa búið fyrir vestan. Í annálum er 1344 nefndr Teitr Pálsson. — Haukr Erlendsson sjálfr mun og hafa búið á Vestfjörðum, því kona hans var komin af Rafni Sveinbjarnarsyni, og náskyld herra Rafni Oddssyni; Erlendr lögmaðr sterki var og öruggasti styrktarmaðr Rafns í staðamálum, og varð aðili þeirra mála eptir Rafn; má vera að þessu hafi valdið tengdir, og hafi þeir feðgar Haukr og Erlendr haft óðul og eignir vestanlands.

Nú höfum vèr og fengið dagsönnu fyrir því, að bók þessi er víða rituð með eigin hendi Hauks. Haukr var um hríð lögmaðr í Noregi, og eru enn til tvö brèf eptir hann, dagsett 28. Jan. 1302 og 17. Oktbr. 1310, og eru þau með sömu hendi og Landnáma og Kristnisaga og mikill þorri af bókinni, en sumt í henni hafa þá ritað skrifarar Hauks. Enn eru til fleiri bækr, sem Hauki verða eignaðar, þegar vèr nú þekkjum hönd hans: AM. 415 í 4to (rituð eptir 1315), þar í er annáll, sem kalla má