Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/26

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

Hauks annál, og mart annað; svo og AM. 732 í 4to, mest um tölvísi og rím og stjörnufræði, en hvorug þessara bóka er úr sömu bók og Landnáma, það sýnir kjölrinn og sniðið. Ennfremr eru til í Noregi nokkur blöð úr Gulaþíngslögum með hendi Hauks, hefir hann ritað þessa lögbók meðan hann var þar lögmaðr, er þetta handrit hið bezta sem til er af lögum þessum, en því miðr er það ekki nema lítið brot[1].

Haukr Erlendsson mun vera fæddr um 1260, hann varð lögmaðr 1294 eða 1295 og andaðist 1334; nær hann var herraðr vitum vèr ekki með vissu; árið 1304 var hann orðinn herra; vèr getum þessa, því þar undir er kominn aldr Hauksbókar. Í Landnámu, sem stóð fremst í bókinni, nefnir hann sig aldrei nema Hauk, en síðast í bókinni, í enda Þorfinns sögu karlsefnis, er hann nefndr herra. Nú er það víst, að mörg ár hafa gengið til að safna og setja saman Hauksbók; í 7 ár vitum vèr að verið var að rita Flateyjarbók. Þess mætti þá geta, að bókin öll væri rituð á árunum 1294—1300, meðan hann var lögmaðr á Íslandi, og enda þó Landnáma sè á sömu bók, þá er ekkert til fyrirstöðu, að nokkuð hafi liðið á milli, að hann ritaði hana og hitt, sem síðar kemr; það er raunar líklegt, að svo sè, og hafi hann síðan sett allt í eina bók, en sett Landnámu fremst. Haukr hefir verið einhver bezti ritari á sinni tíð; hönd hans er bæði föst og þýð, og ágæt aflestrar. Stafsetníng Hauks má ágæt heita, það er helzt einkennilegt, að hann ritar ávallt sun fyrir son, mig, sig, þig, mjög, optast fyrir mik, sik, þik, mjök; hann greinir sundr œ og æ, sem títt var í Noregi; hann ritar og mjög rs f. ss, ekki að eins fors, heldr og þersi, mersa, f. þessi, messa, o. s. fr.

Nú er enn ótalað um höfund Kristnisögu; hún finnst, sem áðr er sagt, hvergi nema í Hauksbók, en er þá Haukr höfundr

  1. Um Hauk lögmann og rit hans, einkum Hauksbók, eru ritgjørðir: eptir Prof. P. A. Munch í Annall. for Nord. Oldkynd. 1847, bls. 169—216, 388—389, og eptir Jón Sigurðsson í Antiquar. Tidsskr. 1846—1848, bls. 108—116.
(b*)